Í morgunsáriđ - Ragna Sigurđardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Myosotis stricta
Ćttkvísl   Myosotis
     
Nafn   stricta
     
Höfundur   Roemer & Schultes, Syst. Veg. 4: 104. 1819.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sandmunablóm
     
Ćtt   Boraginaceae (Munablómaćtt)
     
Samheiti   Myosotis micrantha auct., sensu Med Checkl. Myosotis rigida Pomel Myosotis vestita Velen.
     
Lífsform   Einćr jurt
     
Kjörlendi   Sendnar brekkur og ţurrir melar.
     
Blómlitur   Dökkblár, hvít viđ giniđ
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.10 m
     
 
Sandmunablóm
Vaxtarlag   Lágvaxin, fíngerđ, einćr, lágvaxin jurt, oftast 5-10 sm en stundum hćrri. Stönglar fíngerđir međ fáum, lensulaga eđa mjóöfugegglaga, snubbóttum blöđum. Blómskipanir eru blöđóttar neđan til.
     
Lýsing   Fyrir blómgun eru blómin í uppvafinni hálfkvísl sem réttir síđan úr sér og líkist ţá klasa. Blómin mjög lítil, krónan ađeins um 2 mm í ţvermál, dökkblá, hvít innst viđ blómginiđ. Bikarinn fimmtenntur međ útstćđum krókhárum, klofinn til miđs eđa dýpra. Frćflar fimm. Ein frćva, sem verđur ađ ferkleyfu klofaldini. Aldinleggir ađlćgir ađ stönglinum, miklu styttri en bikarinn. Blómgast í júní-júlí. 2n=48. LÍK/LÍKAR: Gleym-mér-ei. Sandmunablómiđ ţekkist frá henni á örsmáum blómum og örstuttum aldinleggjum (styttri en bikarinn). Kisugras (Myosotis discolor) er sjaldgćfur slćđingur á Suđur- og Suđvesturlandi og er ţađ nokkuđ líkt sandmunablómi. Ţađ hefur líka örstutta aldinleggi, en ţeir eru útréttir eftir ađ blómin eru fallin, blómin hvít- eđa gulleitari.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa á Vestfjörđum og vestanverđu Norđurlandi austur fyrir Eyjafjörđ. Annars mjög sjaldgćft. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Kanada, Mexíkó, Marakkó, Nýja Sjáland, Evrópa, N Ameríka.
     
Sandmunablóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is