Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Melampyrum |
|
|
|
Nafn |
|
sylvaticum |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. : 605 (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Krossjurt |
|
|
|
Ætt |
|
Scrophulariaceae (Grímublómaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Melampyrum aestivale Ronniger & Schinz
Melampyrum intermedium Ronniger & Schinz |
|
|
|
Lífsform |
|
Einær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í skóglendi undir birki eða í kjarri. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.20-0,30 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Einær hálfsníkill sem dregur næringu úr rótum annarra plantna eins og fleiri tegundir ættarinnar. Stönglar greinóttir, strendir, tvíhliðhærðir og uppréttir, 20-30 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin gagnstæð, heilrend, ydd, nær stilklaus og mjólensulaga, blaðrendur niðurorpnar, blöðin 3-6 sm á lengd og 8-10 mm á breidd.
Blómin gul, einsamhverf, stök út úr blaðöxlunum og stilklaus, því þéttari sem ofar dregur. Krónan dökkgul með opnu gini, 10-13 sm á lengd með pípunni, neðri vörin þrítennt, efri vörin hjálmlaga með útstæðum kili, uppbrettur framjaðarinn gulhærður. Bikarinn grænn, oft með fjólublárri rák eða blettum, um 10 mm á lengd, með fjórum útstæðum, odddregnum flipum. Fræflar fjórir og ein fræva. Aldin flatvaxið hýðisaldin. Fræin líkjast púpum flugna. Blómgast í júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allalgeng innst í Djúpi, við Steingrímsfjörð og Bjarnarfjörð á Ströndum, og í nágrenni Þorskafjarðar, einnig á nokkrum stöðum í Vaglaskógi. Ófundin annars staðar.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa - austustu hluta Rússlands |
|
|
|
|
|