Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Lupinus nootkatensis
Ættkvísl   Lupinus
     
Nafn   nootkatensis
     
Höfundur   Donn ex Sims, Bot. Mag. 32: t. 1311 (1810)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Alaskalúpína
     
Ætt   Fabaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Melar, áreyrar og rýrt mólendi.
     
Blómlitur   Blár-fjólublár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0.30-0.80 m
     
 
Alaskalúpína
Vaxtarlag   Stórvaxin , fjölær jurt, 30 til 80 sentimetrar á hæð. Alaskalúpína hefur lengi verið notuð í landgræðslu á Íslandi en er upprunalega frá Alaska.
     
Lýsing   Blöðin kransstæð (hjóllaga hvirfing), langstilkuð, smáblöðin öfugegglaga, yfirleitt 7 til 8 í hverri hvirfingu. Blöðin hærð og einnig stilkar. Blóm lúpínunnar eru einsamhverf í 20 til 30 sentimetra löngum klösum. Blómleggir eru 1 cm á lengd, eilítið loðnir. Krónan er 5-deild og óregluleg. Fánablaðið er með aftursveigðar hliðar sem eru rauðar að framan. Bikarinn er loðinn og eru 10 fræflar í hverju blómi. Þeir eru samvaxnir að neðan með fagurgular frjóhirslur. Frævan hins vegar er með einn stíl og verður að 2 til 5 sentimetra löngum belg við þroskun.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   9, HKr, http://is.wikipedia.org/wiki/Alaskal%C3%BAp%C3%Adna
     
Reynsla   "Alaskalúpína er eilítið eitruð (beitarvörn) og sauðfé sem beitt er á lúpínubreiður getur lamast ef það fær of mikið af eitrinu í sig. Þetta ætti þó ekki að vera vandamál þar sem aðgengi að öðrum beitarplöntum er ótakmarkað. Í samvinnu við Rhizobium-gerla getur lúpínan unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu en útbreiðsla þeirra í íslenskum jarðvegi er þó hamlandi þáttur á vöxt lúpínunar þar sem þeir fyrirfinnast yfirleitt ekki." (Vikip.) "Lúpínan er mjög öflug landgræðslujurt, og getur grætt upp víðáttumiklar auðnir á skömmum tíma í höndum þeirra sem með hana kunna að fara. Á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi, sem mönnum er annt um, því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri." (H.Kr.)
     
     
Útbreiðsla   Ræktuð hér frá því snemma á 20. öld, innflutt til uppgræðslu frá Alaska 1945. Löngu ílend og víða um land. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: NV N-Ameríka, Alaska, NA Asía.
     
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Alaskalúpína
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is