Jón Helgason - Úr ljóđinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Lomatogonium rotatum
Ćttkvísl   Lomatogonium
     
Nafn   rotatum
     
Höfundur   (L.) Fries ex Fern., Rhodora 21: 194 (1919)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blástjarna
     
Ćtt   Gentianaceae
     
Samheiti   Pleurogyne rotata (L.) Griseb. Lomatogonium rotatum subsp. tenuifolium (Griseb.) Porsild
     
Lífsform   Einćr jurt
     
Kjörlendi   Vex ađallega í deiglendi á grónum bökkum međfram ám og á áreyrum einkum ţar sem sendiđ er.
     
Blómlitur   Ljósblár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.05-0.20 (-0.25) m
     
 
Blástjarna
Vaxtarlag   Fremur lágvaxin einćr tegund, 5-18 (-25) sm á hćđ. Upp frá rót vaxa nokkrir stinnir, dökkfjólubláir, hárlausir, oft marggreindir stönglar, sem greinast viđ blađaxlir, og endar hver grein í einu blómi.
     
Lýsing   Stofnblöđin spađalaga, stilklaus. Stöngulblöđin stilklaus, gagnstćđ, lensulaga - striklensulaga, 5-20 mm á lengd, hárlaus. Blómin ljósblá. Krónan fimmdeild, 9-15 mm í ţvermál. Krónublöđin íhvolf, nokkuđ breiđ, odddregin. Bikarinn djúpklofinn međ fimm, mislöngum, mjóum flipum, álíka löngum eđa lengri en krónublöđin. Frćflar 5. Ein stíllaus frćva, stór og bláleit. Frćniđ myndar tvćr rákir niđur eftir henni endilangri. Blómgast í júlí-ágúst. 2n=10. LÍK/LÍKAR: Auđţekkt frá öđrum fimmdeildum, bláum blómum, m.a. á yddum krónublöđum (sjá ţó dýragras). Frćnisrákirnar einkennandi fyrir tegundina.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa á Norđur- og Austurlandi, annars fremur sjaldgćf. Algengust í innsveitum á Norđausturlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Hefur mjög sérstćđa útbreiđslu utan Íslands; Vex nyrst á Kólaskaga og ţađan austur um norđur- og norđausturhluta Asíu og í norđurhluta N-Ameríku og á Grćnlandi.
     
Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is