Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Listera ovata
Ćttkvísl   Listera
     
Nafn   ovata
     
Höfundur   (L.) R. Br., Hort. Kew. 5: 201 (1813)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eggtvíblađka
     
Ćtt   Orchidaceae (Brönugrasaćtt)
     
Samheiti   Basionym: Ophrys ovata L.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í lyngmóum, kjarri, skóg- og graslendi.
     
Blómlitur   Gulgrćnleitur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.20-0.45 (-0.60) m
     
 
Eggtvíblađka
Vaxtarlag   Allstór, grćnleit jurt međ tveim blöđum neđan stöngulmiđju, oftast neđarlega á stönglinum, 20-45 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin heilrend, gagnstćđ, bogstrengjótt, sporbaugótt-egglaga, 6-12 sm á lengd og 2,5-6 sm á breidd. Blómin gulgrćn í 5-8 sm löngum, mjög gisnum blómklasa efst á stönglinum. Blómleggir og stöngull kirtilhćrđur. Blómhlífarblöđin 5, upprétt, grćnleit, 3-4 mm á lengd og ljósmóleitri 6-10 mm langri, klofinni neđri vör. Frćvan myndar stuttan knapp undir blómhlífinni. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hjartatvíblađka. Hjartatvíblađkan međ mun minni, hjartalaga blöđ.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćf en nokkuđ dreifđ um landiđ, ófundin á Norđausturlandi frá Tjörnesi austur í Vopnafjörđ. Friđlýst. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Ástralía, Rússland, Kanada, Chad, Evrópa, Indland, Bali, Mexíkó, Nýja Sjáland, Úkraína, N Ameríka ov.
     
Eggtvíblađka
Eggtvíblađka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is