Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Lathyrus japonicus ssp. maritimus
Ćttkvísl   Lathyrus
     
Nafn   japonicus
     
Höfundur   Willd.
     
Ssp./var   ssp. maritimus
     
Höfundur undirteg.   (L.) P.W. Ball, Feddes Repert. 79: 45 (1968)
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Baunagras
     
Ćtt   Fabaceae (Ertublómaćtt)
     
Samheiti   Lathyrus maritimus Bigelow Pisum maritimum L. Lathyrus linnaei subsp. tournefortii (Lapeyr.) Rouy
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í sandi og sandbornum jarđvegi, oftast nálćgt sjó, ýmist viđ fjörukamba eđa uppi á sjávarbökkum.
     
Blómlitur   Bláfjólublár + rauđur fáni
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hćđ   0.20-0.40 m
     
 
Baunagras
Vaxtarlag   Upp af jarđstöngli vaxa jarđlćgir, strendir stönglar sem geta orđiđ allt ađ 40 sm ađ lengd. Jurtin öll snođin eđa nćr hárlaus.
     
Lýsing   Blöđin blágrćn, dálítiđ kjötkennd međ stórum axlablöđum. Blöđin fjađurskipt međ ţremur til fjórum smáblađpörum; smáblöđin sporöskjulaga eđa oddbaugótt, 15-20 mm á lengd og um 5-10 mm á breidd, endablađiđ og oft nćsta blađpar ummynduđ í vafţrćđi. Axlablöđin skakkhjartalaga eđa skakkţrístrend, oft um 1 sm á breidd og 1,5 á lengd. Blómin í 2-6-blóma klasa, fáninn rauđur, vćngirnir og kjölurinn bláfjólubláir. Blómin einsamhverf, 2-2,5 sm á lengd, oftast tvö til fjögur saman í legglöngum klasa í blađöxlunum. Krónublöđin 5 međ hliđsveigđum fána sem oft er meir en 1 sm á breidd. Bikarinn 8-9 mm á lengd, međ 5 tönnum. Frćflar 10. Ein frćva sem verđur ađ stórum, flötum belg. Belgurinn 4-7 sm á lengd, langyddur. Belgirnir stórir, flatir, 4-7 sm á lengd, langyddir. Blómgast í júlí-ágúst. LÍK/LÍKAR: Giljaflćkja. Baunagrasiđ auđţekkt á stćrri og rauđari blómum ásamt fćrri og breiđari smáblöđum. Baunagrasiđ vinnur köfnunarefni úr andrúmsloftinu međ ađstođ rhizobium gerla á rótarhnúđum. Ţannig bćtir ţađ jarđveginn eins og ýmsar ađrar tegundir af ertublómaćtt. Stórir, hvanngrćnir, kringlóttir rćktarblettir eru ţví víđa áberandi á sendnum fjörukömbum, ţar sem baunagrasiđ hefur náđ ađ breiđa úr sér, t.d. á Hornströndum. Er eftirsótt af sauđfé en viđkvćmt fyrir beit.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Í hallćrum hafa blöđ plöntunnar veriđ brúkuđ til manneldis." (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Allvíđa um land međfram ströndum landsins í sandi, en einnig á nokkrum stöđum lengra inni í landi, einkum á Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka og nyrsti hluti Rússlands
     
Baunagras
Baunagras
Baunagras
Baunagras
Baunagras
Baunagras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is