Jónas Hallgrímsson - Úr ljóđinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Lamium purpureum
Ćttkvísl   Lamium
     
Nafn   purpureum
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 579. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
     
Ćtt   Lamiaceae (Varablómaćtt)
     
Samheiti   Lamium bifidum subsp. albimontanum Rech. fil.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á röskuđum svćđum og hlađvörpum. Fremur sjaldgćf.
     
Blómlitur   Purpurarauđur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ  
     
 
Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
Vaxtarlag   Fjölćr jurt, stönglar ferstrendir, fremur mjúkir, 15-30 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin oft rauđbláleit, mjúk og ţunn, gagnstćđ, ţéttust efst, stilkuđ, hjartalaga eđa nýrlaga, gróftennt, tennur sljóar, blöđin misstór, 1-4 sm í ţvermál. Blómin purpurarauđ, allmörg saman úr blađöxlunum. Krónan einsamhverf, lođin ađ utan, varaskipt, 10-15 mm á lengd. Bikarinn klofinn í fimm flipa niđur ađ miđju. Bikarfliparnir nćr striklaga, oddmjóir, hćrđir, gleiđir og útstćđir. Frćflar fjórir. Frćvan međ einum stíl og frćniđ er klofiđ. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Líkist öđrum tvítönnum sem eru slćđingar viđ bći. Varpatvítönn (Lamium amplexicaule) hefur kringluleitari blöđ, ţau efri stilklaus og greypfćtt. Garđatvítönn (Lamiurn molucellífolium) eru laufblöđin nýrlaga, og bikarfliparnir hlutfallslega lengri.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr, http://zipcodezoo.com/Plants/L/Lamium%5Fpurpureum/
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Slćđingur sem finnst allvíđa á landinu og er líklega orđinn ílendur á höfuđborgarsvćđinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Antarctic, Ástralía og Nýja Sjálad, N Ameríka, N Evrópa, Kanada, Grćnland, Indland, Bali, Mexíó, Japan, Kína ov.
     
Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
Akurtvítönn (Rauđatvítönn)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is