Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Hippuris vulgaris
Ćttkvísl   Hippuris
     
Nafn   vulgaris
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. 4 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lófótur
     
Ćtt   Hippuridaceae (Lófótsćtt)
     
Samheiti   Hippuris lanceolata Retz. Hippuris melanocarpa N. Semen.
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í votlendi, í grunnum vötnum, djúpum lćkjum, síkjum og skurđum, en líka á landi og ţá er hún skriđul í blautum mýrafenjum. Algeng um land allt.
     
Blómlitur   óásjáleg
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.20-0.60 m
     
 
Lófótur
Vaxtarlag   Nokkuđ grófgerđ vatnajurt. Stönglar standa ađ mestu upp úr vatninu, dökkgrćnir, 2-3 mm gildir, holir, međ kransstćđum, striklaga blöđum sem líkjast elftingu viđ fyrstu sýn, 20-60 sm á hćđ/lengd eftir vatnsdýpi.
     
Lýsing   Í hverjum blađkransi eru yfirleitt 8-12 striklaga eđa lensulaga blöđ, 1-1,5 sm ađ lengd á ţeim hlutum stöngla sem standa upp úr, en töluvert lengri (2-3 sm) og lćpulegri niđri í vatninu. Stöngulliđir styttri en blöđin. Blómin standa stök í blađöxlunum, tvíkynja í sambýli og yfirsćtin, örsmá og ósjáleg, kvenblóm ofar en karlblóm neđar. Blómhlífin einföld, í raun ađeins fjórir smásepar sem standa út úr frćvunni ofanverđri. Ein frćva og einn rauđur frćfill í hverju blómi. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Flćđalófótur. Flćđalófótur er heldur lćgri, 10-40 sm á hćđ, međ breiđari blöđ (2-5 mm) og hefur ađeins fjögur til sex blöđ í hverjum blađkransi. Auk ţess má geta ađ hann vex eingöngu á sjávarflćđum og/eđa síkjum út frá ţeim.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Nefnist sums stađar marhálmur, eins og fleiri vatnaplöntur. Seyđi at allri plöntunni hefur reynst vel til ţess ađ stöđva blćđingar, jafnt útvortis sem innvortis". (Ág.H.)
     
     
Útbreiđsla   Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Argentína, Ástralía, Asía, Evrópa, Indónesía, Nýja Sjáland, Grćnland, Tyrkland, Taívan, N Ameríka.
     
Lófótur
Lófótur
Lófótur
Lófótur
Lófótur
Lófótur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is