Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Galium |
|
|
|
Nafn |
|
uliginosum |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl. : 106, (1753) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Laugamaðra |
|
|
|
Ætt |
|
Rubiaceae (Möðruætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í röku graslendi, í mýrum, á bökkum, grösugum rökum móum, grónum hvömmum og í kjarri. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stönglar renglulegir, jarðlægir eða meira eða minna uppréttir, greindir, skrarpstrendir og með niðurvísandi, hvítum broddum sem gera þá snarpa viðkomu, 10-30 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin snarprend á jöðrum, yfirleitt fjögur til sex í hverjum kransi, lensulaga eða breiðlensulaga, 6-14 mm á lengd, frambreið og broddydd.
Blómin fjórdeild, hvít, standa nokkur saman í samsettum blómskipunum sem koma úr blaðöxlum efri blaðanna. Krónan samblaða, djúpklofin, 3-4 mm í þvermál, með útrétta, krossstæða flipa. Bikarinn óhærður. Fræflar fjórir og ein fræva með klofnum stíl. Aldin einnig snörp á uppréttum eða útréttum leggjum. Blómgast í júlí.
LÍK/LÍKAR: Hvítmaðra. Laugamaðran auðgreind á hinum snarpa stöngli, ekki fleiri en 6 blöð í kransi (oft 7 eða 8 á hvítmöðru). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Fremur sjaldgæf. Finnst á allmörgum stöðum dreift um landið nema á Suðausturlandi, sums staðar nokkuð algeng eins og t.d. í nágrenni Akureyrar.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa og ílend á Nýja Sjálandi og víðar. |
|
|
|
|
|