Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Galeopsis tetrahit
Ćttkvísl   Galeopsis
     
Nafn   tetrahit
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 579. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garđahjálmgras
     
Ćtt   Lamiaceae (Varablómaćtt)
     
Samheiti   Galeopsis praecox Jordan Galeopsis reichenbachii Reuter
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Sjaldgćfur slćđingur sem vex gjarnan í grennd viđ bći og er allvíđa í görđum.
     
Blómlitur   Rauđfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ  
     
 
Garđahjálmgras
Vaxtarlag   Stönglar 15-30 (-50) sm, ferstrendir, uppréttir, stinnhćrđir og međ kirtilhárum ofan til.
     
Lýsing   Blöđin hlutfallslega stór, gagnstćđ og stilkuđ. Blađkan reglulega gróftennt, 2-5 sm á lengd, egglaga til tígullaga og hćrđ báđum megin. Blómin einsamhverf, mörg saman í blađöxlum. Blómin rauđfjólublá, krónan pípulaga, 12-18 mm á lengd, varaskipt, bogin ofan til, međ hvítum áberandi hárum. Bikarblöđ klofin ađ miđju eđa dýpra í 5 ţornkennda brodda. Frćflar fjórir. Frćvan í botni bikarsins og ferkleyft aldin myndast viđ ţroska. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Ţekkist frá öđrum tvítönnum á grófari hćringu og oddhvassari blöđum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Nýttir plöntuhlutar: Blöđin. Söfnun: Á sumrin fyrir blómgun. Virk efni: Slímefni, barksýrur, olíur og sápungar. Áhrif: Barkandi, ţvagdrífandi og slímlosandi úr öndunarfćrum. Notkun: Garđahjálmgras er einstaklega gott til ađ losa slím úr öndunarfćrum og er mikiđ notađ gegn slćmum hósta. Jurtin er talin góđ viđ blóđleysi og fleiri kvillum í blóđi. Garđahjálmgrasiđ hefur löngum veriđ notađ til ađ styrkja miltađ. Skammtar: Urtaveig. 1:5, 25% vínandi, 1-5 ml ţrisvar á dag. Te 1:10, 1 dl ţrisvar á dag - eđa 1-2 tsk:1 bolli af vatni, drukkiđ ţyisvar á dag. Garđahjálmgrassúpa, ung blöđin sođin í 15-20 mínútur er mjög styrkjandi og hreinsandi fyrir blóđiđ. Börn ţurfa minni skammta, sjá kafla um börn."
     
     
Útbreiđsla   Slćđingur sem fundist hefur víđa um land allt frá 1846 og er sums stađar ílendur. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa (hefur slćđst víđar)
     
Garđahjálmgras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is