Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Fragaria |
|
|
|
Nafn |
|
vesca |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. pl. 1: 494. 1753 |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Jarðarber |
|
|
|
Ætt |
|
Rosaceae (Rósaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Fragaria chinensis Losinsk.
Fragaria concolor Kitag.
Fragaria nipponica auct. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í þurrum, sólríkum grasbrekkum og í skóglendi víða um land. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.05-0.15 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Jurtin er 5-15 sm á hæð en jarðlægar renglur eru gjarnan mun lengri. Jarðstönglar allgildir með uppréttum, þrífingruðum blöðum á löngum, þétthærðum stilkum. Blöð í stofnhvirfingum. Frá stofnhvirfingum blaða vaxa langar renglur, sem skjóta rótum og nýjar hvirfingar myndast. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin þrífingruð, gishærð á efra borði en silfurhærð á neðra borði. Smáblöðin gróftennt, 1,5-3 sm á lengd og 1-2 sm á breidd, tígullaga eða öfugegglaga.
Blómin hvít, fimmdeild, sitja á aðhærðum leggjum, krónublöðin öfugegglaga, 12-15 mm í þvermál, Bikarblöðin töluvert styttri, oddmjó. Utanbikarflipar heldur mjórri en bikarblöðin. Fræflar 10 og frævur allmargar og verða þær að litlum, dökkum hnetum utan á þroskuðu jarðarberinu. Jarðarberið er því ekki eiginlegt ber, heldur er það myndað af blómbotninum, sem þrútnar út. Blómgast í júlí.
Venjulega eru íslensku jarðarberin fremur smá og þroskast seint. Þau eru sérlega bragðgóð og geta skilað þokkalega góðri uppskeru á veðursælum stöðum í frjóum brekkum móti suðri.
LÍK/LÍKAR: Blómin líkjast mýrasóley, en jarðarberin þekkjast auðveldlega á hinum þrífingruðu blöðum. Óblómguð getur jarðarberjaplantan líkst hrútaberjalyngi en auðþekkt á stilklausu endasmáblaði og þéttari hæringu, einkum á neðra borði. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Berin þóttu góð við slæmum maga, matarólyst, þvagstemmu, brjóstveiki, liðaverkjum og steinum í nýrum og blöðru. Tennur verða hvítar og fallegar, sé jarðarberjasafi látinn verka á þær í 5-10 mín. og þær síðan þvegnar úr volgu vatni, sem lítið eitt af matarsóda er leyst í." (Ág. H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Hitakær jurt sem er algeng um sunnan- og vestanvert landið, einnig víða í innsveitum frá Skagafirði austur í Suður-Þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka |
|
|
|
|
|