Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Euphrasia stricta var. tenuis
Ćttkvísl   Euphrasia
     
Nafn   stricta
     
Höfundur   D. Wolff ex J. F. Lehmann, Prim. Lin. Fl. Herbipol., 43. 1809.
     
Ssp./var   var. tenuis
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kirtilaugnfró
     
Ćtt   Scrophulariaceae (Grímublómaćtt)
     
Samheiti   Euphrasia arctica Lange ex Rostrup Euphrasia brevipila Burnat & Gremli ex Gremli Euphrasia ericetorum Jord. Euphrasia pectinata Ten. Euphrasia pumila Kern. Euphrasia suecica Murb. & Wettst. Euphrasia tatarica Fisch. Euphrasia tenuis (Brenner) Wettst. Euphrasia arctica subsp. tenuis (Brenner) Yeo Euphrasia brevipila subsp. tenuis (Brenner) Wettst. Euphrasia officinalis subsp. pumila (Kern.) O. Schwarz Euphrasia stricta subsp. pectinata (Ten.) P. Fourn. Euphrasia stricta subsp. pumila (Kern.) Wettst. Euphrasia stricta subsp. suecica (Murb. & Wettst.) Wettst. Euphrasia stricta subsp. tatarica (Fisch.) P. Fourn. Euphrasia officinalis var. tenuis Brenner Euphrasia stricta var. parviflora
     
Lífsform   Einćr hálfsníkill
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur   Hvítur-ljósfjólublár, gulur blettur á neđri vör
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hćđ   0.05 - 0.15 m
     
 
Kirtilaugnfró
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Afar sjaldgćf, en líkist augnfró. Blómin eru hvít - ljósfjólublá međ blárauđum rákum og gulum blett á neđri vör. Bikarinn ásamt efstu laufblöđunum nćr eingöngu međ örsmáum kirtilhárum, blómin heldur stćrri, 8-9 mm á lengd. Samkvćmt rússnesku flórunni er réttara nafn Euphrasia vernalis List.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćf, fundin á nokkrum stöđum, algengust á Suđvesturlandi, sums stađar viđ jarđhita (t.d. í Laugarási). Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, N Ameríka
     
Kirtilaugnfró
Kirtilaugnfró
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is