Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Erigeron borealis
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   borealis
     
Höfundur   (Vierh.) Simmons, Acta Univ. Lund., n.s. 2, 9, 19 : 127 (1913)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jakobsfífill
     
Ætt   Asteraceae (Körfublómaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex á þurrum stöðum um land allt t.d. í grasmóum, gilbrekkum og hlíðum.
     
Blómlitur   Tungur hvítar eða ljósrauðfjólubláar, pípur gular
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.10-0.25 m
     
 
Vaxtarlag   Stönglar stífir, þéttblöðóttir, uppréttir-sveigðir og gáróttir, oftast greindir ofan til og mórauðir á lit 10-25 sm á hæð. Stönglar oft margir á sömu rót. Blöð og stönglar eru alsett gráum, stinnum hárum, hæring þéttust ofan til á stönglum.
     
Lýsing   Grunnblöðin (og stundum neðri stöngulblöð) vængstilkuð, spaðalaga og broddydd. Stöngulblöð eru stilklaus, aflöng-lensulaga, snubbótt en stundum broddydd. Eitt, tvö eða þrjú blóm á +/- greindum stöngli. Blómskipun karfa. Hver karfa um 1-1,5 sm í þvermál með kransi af lensulaga reifablöðum að utanverðu. Reifablöðin, aðfelld, rauð í oddinn, þétthærð gráum hárum. Geislablóm (tungukrýnd blóm á jaðri körfunnar, oft nefnd tungukrónur) eru mjó, ljósrauðfjólublá eða hvít. Hvirfilblómin í miðju körfunnar eru gul pípukrýnd kvenblóm í hring sem roðna með aldrinum. Þau eru umkringd svifkranshárum sem oft eru ívið lengri en pípukrónurnar. Aldinið gulleitt, hært, styttra en svifið sem er gulhvítt. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Fjallakobbi. Fjallakobbinn er mun lægri, alltaf með eina hlutfallslega stærri körfu, grunnblöð +/- spaðalaga og snubbótt og auk þess er fjallakobbinn með útstæð reifablöð.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Seyði af blöðum og blómum var talið gott við gulu og liðaverkjum og til að örva tíðablóð og stilla uppsölu. Bakstur af blöðum og mjólk dreifir bólgu, einkum í brjóstum, samkvæmt gömlum heimildum". (Ág.H.) "Blöðin takist áður en jurtin blómstrar. Hann er græðandi, uppleysandi og styrkjandi. Hann er góður móti gulu, liðaverkjum af gigt, uppsölu blóðuppgangi; örfar þvaggagn og tíðir kvenna, styrkir maga, hreinsar blóð, gall og vessa. Seyði af jurtinni takist inn 2 matspænir í senn þriðja hvern tíma. Bakstur af blöðum hennar í mjólk, dreifir bólgu í kvenbrjóstum, sem annari bólgu". (GJ)
     
     
Útbreiðsla   Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Vex á heimskautasvæðum og til fjalla; N Ameríka, Evrópa, N og A Asía
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is