Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Ættkvísl |
|
Erigeron |
|
|
|
Nafn |
|
borealis |
|
|
|
Höfundur |
|
(Vierh.) Simmons, Acta Univ. Lund., n.s. 2, 9, 19 : 127 (1913) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Jakobsfífill |
|
|
|
Ætt |
|
Asteraceae (Körfublómaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex á þurrum stöðum um land allt t.d. í grasmóum, gilbrekkum og hlíðum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Tungur hvítar eða ljósrauðfjólubláar, pípur gular |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.10-0.25 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stönglar stífir, þéttblöðóttir, uppréttir-sveigðir og gáróttir, oftast greindir ofan til og mórauðir á lit 10-25 sm á hæð. Stönglar oft margir á sömu rót. Blöð og stönglar eru alsett gráum, stinnum hárum, hæring þéttust ofan til á stönglum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnblöðin (og stundum neðri stöngulblöð) vængstilkuð, spaðalaga og broddydd. Stöngulblöð eru stilklaus, aflöng-lensulaga, snubbótt en stundum broddydd.
Eitt, tvö eða þrjú blóm á +/- greindum stöngli. Blómskipun karfa. Hver karfa um 1-1,5 sm í þvermál með kransi af lensulaga reifablöðum að utanverðu. Reifablöðin, aðfelld, rauð í oddinn, þétthærð gráum hárum. Geislablóm (tungukrýnd blóm á jaðri körfunnar, oft nefnd tungukrónur) eru mjó, ljósrauðfjólublá eða hvít. Hvirfilblómin í miðju körfunnar eru gul pípukrýnd kvenblóm í hring sem roðna með aldrinum. Þau eru umkringd svifkranshárum sem oft eru ívið lengri en pípukrónurnar. Aldinið gulleitt, hært, styttra en svifið sem er gulhvítt. Blómgast í júní.
LÍK/LÍKAR: Fjallakobbi. Fjallakobbinn er mun lægri, alltaf með eina hlutfallslega stærri körfu, grunnblöð +/- spaðalaga og snubbótt og auk þess er fjallakobbinn með útstæð reifablöð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
"Seyði af blöðum og blómum var talið gott við gulu og liðaverkjum og til að örva tíðablóð og stilla uppsölu. Bakstur af blöðum og mjólk dreifir bólgu, einkum í brjóstum, samkvæmt gömlum heimildum". (Ág.H.)
"Blöðin takist áður en jurtin blómstrar. Hann er græðandi, uppleysandi og styrkjandi. Hann er góður móti gulu, liðaverkjum af gigt, uppsölu blóðuppgangi; örfar þvaggagn og tíðir kvenna, styrkir maga, hreinsar blóð, gall og vessa. Seyði af jurtinni takist inn 2 matspænir í senn þriðja hvern tíma. Bakstur af blöðum hennar í mjólk, dreifir bólgu í kvenbrjóstum, sem annari bólgu". (GJ) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengur um land allt.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Vex á heimskautasvæðum og til fjalla; N Ameríka, Evrópa, N og A Asía |
|
|
|
|
|