Jón Helgason - úr ljóđinu Á Rauđsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Erigeron borealis
Ćttkvísl   Erigeron
     
Nafn   borealis
     
Höfundur   (Vierh.) Simmons, Acta Univ. Lund., n.s. 2, 9, 19 : 127 (1913)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jakobsfífill
     
Ćtt   Asteraceae (Körfublómaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á ţurrum stöđum um land allt t.d. í grasmóum, gilbrekkum og hlíđum.
     
Blómlitur   Tungur hvítar eđa ljósrauđfjólubláar, pípur gular
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.10-0.25 m
     
 
Vaxtarlag   Stönglar stífir, ţéttblöđóttir, uppréttir-sveigđir og gáróttir, oftast greindir ofan til og mórauđir á lit 10-25 sm á hćđ. Stönglar oft margir á sömu rót. Blöđ og stönglar eru alsett gráum, stinnum hárum, hćring ţéttust ofan til á stönglum.
     
Lýsing   Grunnblöđin (og stundum neđri stöngulblöđ) vćngstilkuđ, spađalaga og broddydd. Stöngulblöđ eru stilklaus, aflöng-lensulaga, snubbótt en stundum broddydd. Eitt, tvö eđa ţrjú blóm á +/- greindum stöngli. Blómskipun karfa. Hver karfa um 1-1,5 sm í ţvermál međ kransi af lensulaga reifablöđum ađ utanverđu. Reifablöđin, ađfelld, rauđ í oddinn, ţétthćrđ gráum hárum. Geislablóm (tungukrýnd blóm á jađri körfunnar, oft nefnd tungukrónur) eru mjó, ljósrauđfjólublá eđa hvít. Hvirfilblómin í miđju körfunnar eru gul pípukrýnd kvenblóm í hring sem rođna međ aldrinum. Ţau eru umkringd svifkranshárum sem oft eru íviđ lengri en pípukrónurnar. Aldiniđ gulleitt, hćrt, styttra en svifiđ sem er gulhvítt. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Fjallakobbi. Fjallakobbinn er mun lćgri, alltaf međ eina hlutfallslega stćrri körfu, grunnblöđ +/- spađalaga og snubbótt og auk ţess er fjallakobbinn međ útstćđ reifablöđ.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla   "Seyđi af blöđum og blómum var taliđ gott viđ gulu og liđaverkjum og til ađ örva tíđablóđ og stilla uppsölu. Bakstur af blöđum og mjólk dreifir bólgu, einkum í brjóstum, samkvćmt gömlum heimildum". (Ág.H.) "Blöđin takist áđur en jurtin blómstrar. Hann er grćđandi, uppleysandi og styrkjandi. Hann er góđur móti gulu, liđaverkjum af gigt, uppsölu blóđuppgangi; örfar ţvaggagn og tíđir kvenna, styrkir maga, hreinsar blóđ, gall og vessa. Seyđi af jurtinni takist inn 2 matspćnir í senn ţriđja hvern tíma. Bakstur af blöđum hennar í mjólk, dreifir bólgu í kvenbrjóstum, sem annari bólgu". (GJ)
     
     
Útbreiđsla   Algengur um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Vex á heimskautasvćđum og til fjalla; N Ameríka, Evrópa, N og A Asía
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is