Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Epilobium collinum
Ættkvísl   Epilobium
     
Nafn   collinum
     
Höfundur   C.C. Gmelin, Fl. Bad. vol. 4, 265. 1826.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klappadúnurt
     
Ætt   Onagraceae (Eyrarrósarætt)
     
Samheiti   Epilobium carpetanum Willk.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í klettum, klöppum, gilbrekkum og melum, einkum móti suðri.
     
Blómlitur   Rauðfjólublár
     
Blómgunartími   Júlí
     
Hæð   0.05-0.12 (-0.20) m
     
 
Klappadúnurt
Vaxtarlag   Mjóir, ógreindir eða lítt greindir, sívalir stönglar, jafnhærðir hringinn í kring, 5-12 (-20) sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin gagnstæð, greinilega gistennt með misstórum, allhvössum tönnum, mjóegglaga til egglensulaga, snubbótt, efri blöðin oft hærð á neðra borði, einkum miðtaugin. Blómin rauðfjólublá, um 5 mm í þvermál og 7-8 mm á lengd. Bikarblöðin rauð eða græn. Fræflar 8. Frænið klofið í fjóra hluta, frævan 2-3 sm á lengd, loðin, situr neðan undir yfirsætinni blómhlífinni. Blómgast í júlí. LÍK/LÍKAR: Auðþekkt frá öðrum dúnurtum á sívölum jafnhærðum stöngli, skarptennt¬um snubbóttum blöðum og fjórskiptu fræni.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng um sunnanvert landið, annars fremur sjaldséð. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa
     
Klappadúnurt
Klappadúnurt
Klappadúnurt
Klappadúnurt
Klappadúnurt
Klappadúnurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is