Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Draba nivalis
Ættkvísl   Draba
     
Nafn   nivalis
     
Höfundur   Liljebl., Utkast Sv. Fl. : 269, fig. 35 (1798)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Héluvorblóm
     
Ætt   Brassicaceae (Krossblómaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex í grýttum jarðvegi uppi á rindum, vörðum, eða klettum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.02-0.06 m
     
 
Héluvorblóm
Vaxtarlag   Stönglar fíngerðir, uppréttir eða uppsveigðir, margir saman, aðeins 2-6 sm á hæð. Stönglar yfirleitt blaðlausir, eða með einu heilrendu blaði. Öll jurtin hélugrá af þéttum, stuttum stjarnhárum.
     
Lýsing   Blöðin öll í stofnhvirfingu, nær heilrend, lensu- eða spaðalaga, randháralaus, en þéttloðin örstuttum kvísl- og stjörnuhárum, 3-4 mm á lengd og 2-2,5 mm á breidd. Blómin fjórdeild, hvít, fá saman í stuttum, blómfáum klasa efst á stönglum. Krónublöðin 2-3 mm á lengd. Bikarblöðin innan við 2 mm, græn eða fjólubláleit, sporbaugótt og himnurend. Fræflar 6 og ein fræva. Skálpar, litilir, mjóoddbaugóttir, hárlausir eða gishærðir, 4-5 mm á lengd, og 1-1,5 mm á breidd. Blómgast í júní-júlí. LÍK/LÍKAR: Hagavorblóm. Héluvorblóm er mun sjaldgæfara og þekkist best á hélugrárri blaðhvirfingu og því að grunnblöðin eru hlutfallslega styttri og breiðari.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Víða til fjalla á Norðurlandi en er fremur sjaldséð annars staðar. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Arktísk, vex um norðurhvel suður að ca. 61° N. Er t.d. í Norgegi, N Rúsllandi og N Ameríku.
     
Héluvorblóm
Héluvorblóm
Héluvorblóm
Héluvorblóm
Héluvorblóm
Héluvorblóm
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is