Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Diapensia lapponica
Ćttkvísl   Diapensia
     
Nafn   lapponica
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 141 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallabrúđa
     
Ćtt   Diapensiaceae (Fjallabrúđućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex í grýttum, fremur rökum lyngjarđvegi uppi á brúnum eđa bungum hátt til fjalla.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.04-0.08 m
     
 
Fjallabrúđa
Vaxtarlag   Lágvaxin, fjölćr jurt sem vex alltaf í mjög ţéttum, hvelfdum ţúfum. Blađstönglar margir saman á sömu rót, greinóttir og blađţéttir, uppréttir eđa uppsveigđir.
     
Lýsing   Blöđin sígrćn, stinn og gljáandi í ţéttum hvirfingum, oft á mörgum, blómlausum blađsprotum, heilrend, aflöng eđa spađalaga, snubbótt, fremur ţykk og leđurkennd, hárlaus og međ niđurbeygđum jöđrum, 5-10 mm á lengd. Blöđin oft meira eđa minna dumbrauđ á litinn međ grćnu ívafi. Blómin fimmdeild, hvít, 10-12 mm í ţvermál og stök á stöngulendum á gulgrćnum blómleggjum. Krónublöđ um 1 sm á lengd. Bikarblöđin snubbótt, gulgrćn eđa rauđmenguđ međ mjóum himnujađri. Frćflar 5 og ein ţríblađa frćva međ löngum stíl. Aldin hýđi, međ mörgum smáum frćjum. Blómgast í júní-júlí. 2n = 12. LÍK/LÍKAR: Í raun engar. Ţó geta blöđin minnt á blöđ sauđamergs (auđvelt ađ ađgreina í blóma) og blómin eru lík blómum ţúfusteinbrjóts, en frá honum er fjallabrúđan auđţekkt á blöđunum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9 HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fjallabrúđan hefur mjög sérstćđa útbreiđslu á Norđurlandi og finnst einkum í 700-800 m hćđ í fjöllum nćrri ströndinni. Nýlega hefur hún fundist á Skagafjarđarhálendinu langt inni í landi. Ekki í öđrum landshlutum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel, arktísk; Grćnland, Kanada, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Fjallabrúđa
Fjallabrúđa
Fjallabrúđa
Fjallabrúđa
Fjallabrúđa
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is