Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Eleocharis quinqueflora
Ćttkvísl   Eleocharis
     
Nafn   quinqueflora
     
Höfundur   (Hartmann) O. Schwarz, Mitt. Thüring. Bot. Ges. 1: 89. 1949.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fitjaskúfur
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Scirpus quinqueflorus Hartmann, Primae Lin. Inst. Bot. ed. 2, 85. 1767; E. fernaldii (Svenson) Á. Löve; E. pauciflora (Lightfoot) Link; E. pauciflora var. fernaldii Svenson; E. quinqueflora subsp. fernaldii (Svenson) Hultén
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Vex í deigum jarđvegi á lćkjarbökkum og klettasyllum, stundum í mýrum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hćđ   0.05 - 0.20 m
     
 
Vaxtarlag   Stráin oftast fá saman í smátoppum, en sjaldan einstćđ, sívöl, venjulega bein og slétt međ tveim slíđrum. Neđra slíđriđ rauđbrúnt eđa móleitt međ skásettu opi, hiđ efra grćnt međ ţveru opi. Stönglar blađlausir, 5-18 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin öll stofnstćđ, mjó og löng, sívöl, grópuđ eđa gárótt. Öxin einstćđ á stráendum, dökkbrún, egglaga, 3-7-blóma, örstutt (5-7 mm), dökkbrún. Axhlífarnar dökkbrúnar, egglaga, međ kili, og greipar sú neđsta alveg um axiđ, odddregnar og ná upp fyrir mitt axiđ. Sex burstar eru í stađ blómhlífar. Blómburstirnar jafnlangar og eđa ađeins styttri en hnotin, sem en gljáalaus. Ţrír frćflar, frćvan međ ţrem frćnum. Aldin litlar, gulleitar ţrístrendar hnetur, hver um 2 mm á lengd. Blómgast í maí-júní. LÍK/LÍKAR: Blómsef. Fitjaskúfurinn ţekkist á blöđkulausum blađslíđrum og 6 burstum umhverfis aldiniđ.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242101140
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Algengur, víđa um land á láglendi en sjaldséđari á miđhálendinu. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grćnland, N Ameríka, Evrópa, Asía.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is