Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Cystopteris fragilis
Ættkvísl   Cystopteris
     
Nafn   fragilis
     
Höfundur   (L.) Bernh., Neues J. Bot. vol. 1(2), 27. 1805.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tófugras
     
Ætt   Dryopteridaceae (Fjöllaufungsætt)
     
Samheiti   Too long list of synonyms - According to: BfN - FloraWeb DB, 2003.
     
Lífsform   Fjölær burkni (gróplanta)
     
Kjörlendi   Vex í urðum, klettaskorum, hraunsprungum og hellum, oftast í skugga.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0.10 - 0.25 m
     
 
Tófugras
Vaxtarlag   Fremur smávaxin jurt, oftast hárlaus eða lítið eitt flosug, með skriðulum láréttum jarðstöngli með a.m.k. tvífjöðruðum blöðkum, 10-25 sm á hæð en stundum meira.
     
Lýsing   Blöðin tví- eða þríhálffjöðruð, oddmjó, oftast breiðlensulaga og stökk. Töluvert bil er á milli smáblaðanna og eru þau breiðust næst miðstrengnum en mjókka til enda. Smáblöð annarrar gráðu fjaðursepótt eða flipótt. Blaðstilkurinn styttri en blaðkan, dálítið ljóshreistraður neðantil, fremur fíngerður og brothættur, yfirleitt dökkbrúnn en stundum grænn. Gróblettir í tveim röðum á neðra borði, fremur smáir og fíngerðir; Hulan hylur fyrst gróblettinn meðan þeir eru ungir, en skreppur síðan saman og fellur burt. Gróblettirnir vaxa saman með aldrinum. 2n = 168, 252. LÍK/LÍKAR: Liðfætla & refagras. Liðfætla er með loðnar og flösugar blöðkur og er því auðþekkt frá tófugrasi sem er hárlaust eða nær hárlaust. Á refagrasi eru gróin eru með netkenndu yfirborðsmynstri, en ekki göddóttu eins og á tófugrasi. Refagras - Cystopteris dickieana er náskylt tófugrasi en oftast talin sérstök tegund. Gróin eru með netkenndu yfirborðsmynstri, en ekki göddóttu eins og á tófugrasinu. Að öðru leyti er það tæpast greinanlegt frá því. Gróin eru svo smá að smásjárskoðun þarf til að greina þau. Hefur refagras fundist á örfáum stöðum norðanlands.
     
Jarðvegur   Kýs rakan en þó vel framræstan jarðveg, ekki mjög kröfuharður á jarðvegsgerð og hálfskugga - skugga.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=200003869; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Cystopteris+fragilis
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algengt um land allt. Tófugrasið er langalgengasti burkninn á Íslandi og sá eini sem er útbreiddur um allt landið. Önnur náttúruleg heimkynni: Vex um allan heim en aðeins til fjalla í hitabeltinu.
     
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Tófugras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is