Hulda - Úr ljóðinu Sorg Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
|
Ættkvísl |
|
Cornus |
|
|
|
Nafn |
|
suecica |
|
|
|
Höfundur |
|
Linnaeus, Sp. Pl., 118. 1753. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skollaber |
|
|
|
Ætt |
|
Cornaceae (Skollabersætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Chamaepericlymenum suecicum (L.) Asch. & Graebn. |
|
|
|
Lífsform |
|
Dvergrunni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í móum, hlíðakinnungum og drögum og einnig innan um lyng og kjarr, oftast í þéttum breiðum, en talið fremur sjaldgæft á landsvísu. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Svarblár - áberandi hvít háblöð |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.05-0.20 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lágvaxinn runni, 5-20 sm á hæð. Upp af trékenndum, skriðulum jarðstöngli með himnukenndum lágblöðum vaxa uppréttir, ógreindir (stundum greindir efst), ferstrendir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufblöðin eru gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, 1,5-2,5 sm á lengd, ydd í endann, virðast bogstrengjótt eins og hin hvítu háblöð. Blöðin gagnstæð með aðklemmdum hárum á efra borði.
Blómin eru mjög lítil, ósjáleg og dökkfjólublá eða nær svört blóm sem, um 20 samtals, örsmá, stuttstilkuð í sveip á stöngulendum. Blómhlífin er aðeins 1-2 mm í þvermál, bikarinn samblaða, klukkulaga, með fjórum v-laga sepum. Krónublöðin svarfjólublá með fjórum krossstæðum, afturbeygðum sepum. Blómleggirnir með hvítum, aðlægum hárum.
Fjögur efstu laufblöðin eru aftur á móti falleg, áberandi og einkennandi fyrir tegundina. Þau hafa ummyndast í hvít reifablöð með rauðum bletti í endann. Þau líkjast krónublöðum og laða skordýr að blóminu til að sjá um frævun. Fræflar fjórir með gulhvíta frjóknappa. Ein fræva með dökkum stíl sem stendur upp úr blóminu. Fræva verður að allstóru, fagurrauðu beri (steinaldini) við þroska. Blómgast í júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
Löglegt nafn er Chamaepericlymenum suecicum (L.) Asch. & Graebn. í HKr and Vascular Plants of Russia and Adjacent Countries as of 26.10.96. Allir aðrir gagnagrunnar halda gamla nafninu (Cornus suecica) enn sem komið er. |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Fremur sjaldgæft, vex á smáblettum, einkum á Vestfjörðum, útskögum við Skagafjörð og Eyjafjörð, og á norðanverðu Snæfellsnesi.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: NV N Ameríka, N Evrópa (Skandinavía og Bretland) og á örfáum stöðum í Asíu. |
|
|
|
|
|