Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Cerastium fontanum ssp. fontanum
Ættkvísl |
|
Cerastium |
|
|
|
Nafn |
|
fontanum |
|
|
|
Höfundur |
|
Baumg., Enum. Stirp. Transsilv. vol. 1, 425. 1816. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. fontanum |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vegarfi |
|
|
|
Ætt |
|
Caryophyllaceae (Hjartagrasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Cerastium macrocarpum Schur Cerastium caespitosum subsp. fontanum (Baumg.) Schinz & R. Keller Cerastium fontanum subsp. alpinum (Mert. & W. D. J. Koch) Janch. Cerastium fontanum subsp. fontanum Cerastium fontanum subsp. macrocarpum (Schur) Jalas Cerastium vulgatum subsp. macrocarpum (Schur) B. Kotula Cerastium triviale var. alpinum Mert. & W. D. J. Koch |
|
|
|
Lífsform |
|
Tvíær - fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í mólendi, flögum, vegköntum og við bæi og útihús. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní |
|
|
|
Hæð |
|
0.05-0.30 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt með blómlausum blaðsprotum. Margir blöðóttir, stönglar af sama jarðstöngli, uppsveigðir eða jarðlægir, þétthærðir, 5-30 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin gagnstæð, langegglaga - aflöng, snubbótt, 10-20 mm á lengd með löngum gisnum hárum, stuttstilkuð neðan til en stilklaus ofan til á stilkum. Efstu háblöðin himnurend.
Blómin endastæð, hvít, 5-8 mm í þvermál. Krónublöðin sýld, álíka löng eða aðeins lengri en bikarblöðin. Bikarblöð hærð, odddregin og himnurend. Fræflar 10 og ein fræva sem er oftast með 5 stílum. Aldinið tannhýði, með 10 tönnum. Hýðið meira en helmingi lengra en bikarinn, jafngilt og sveigist aðeins upp á við. Blómgast í maí-júní.
Tvær deilitegundir eru hér á landi, Cerastium fontanum subsp. fontanum sem er innlend og algeng og Cerastium fontanum subsp. vulgare (Hartm.) Greuter & Burdet sem talin er aðflutt með manninum og vex einkum í grennd mannabústaða.
LÍK/LÍKAR: Músareyra & hnoðafræhyrna. Vegarfinn er ekki eins loðinn og músareyra og krónublöðin eru aðeins lengri en bikarblöðin. Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum) er einær jurt og fremur sjaldgæf sem minnir á vegarfa eða músareyra. Blómin fleiri í þéttari kvíslskúfum og ber gljáandi aldin með sérkennilega gullgulum blæ, blöðin breiðari, egglaga eða sporbaugótt, broddydd. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9 HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Algengur um land allt.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N & S Ameríka, Evrópa, Asía, Ástralía og víðar. |
|
|
|
|
|