Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Catabrosa |
|
|
|
Nafn |
|
aquatica |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) P. Beauv. - Ess. Agrostogr., 19, 97. 1812. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vatnsnarfagras |
|
|
|
Ætt |
|
Poaceae (Grasaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Glyceria airoides (Koeler) Rchb.;
Glyceria aquatica (L.) J. Presl & C. Presl;
Glyceria catabrosa Klett & Richt.;
Molinia aquatica (L.) Wibel;
Poa airoides Koeler;
Catabrosa aquatica subsp. minor (Bab.) F. H. Perring & P. D. Sell;
Catabrosa aquatica subsp. monantha Haas |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grastegund |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í votlendi, í grunnum tjörnum, lænum, skurðum, flóum og mýrum. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
0.10 - 0.30 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stráin gisstæð, að mestu jarðlæg sveigjast upp af skriðulum jarðstöngli með greinóttum renglum, liðahnén oftast ósýnileg,10-30 sm á hæð en jarðlægar renglur oft lengri. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin lin, hárlaus með rauðfjólublárri slikju, fremur stutt, 2-4 mm á breidd. Slíðrin mjúk, oftast rauðblá, lokuð neðan til. Slíðurhimnur, odddregnar, 2-3,5 mm á lengd.
Punturinn blámóleitur, uppréttur, keilulaga, 4-7 sm á lengd, með með útstæðum eða niðursveigðum greinum. Smáöxin oftast einblóma, mjó, um 3 mm á lengd. Axagnirnar frekar stuttar (1-1,5 mm), snubbóttar, grænar eða bláleitar, oft með óreglulega skertum jaðri. Neðri blómögn með þrem upphleyptum taugum um 2,5-3 mm á lengd. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Punturinn auðþekktur en renglurnar geta minnt á skriðlíngresi, en hafa mun styttri og breiðari blöð. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, Clayton, W.D., Harman, K.T. and Williamson, H. (2006 onwards). GrassBase - The Online World Grass Flora. http://www.kew.org/data/grasses-db.html. [accessed 2. feb. 2007] |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allalgengt um land allt.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Afríka, Asía, N & S Ameríka. |
|
|
|
|
|