Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Carex capitata
Ættkvísl   Carex
     
Nafn   capitata
     
Höfundur   Linnaeus, Syst. Nat. ed. 10, vol. 2, 1261. 1759.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hnappstör
     
Ætt   Cyperaceae (Stararætt)
     
Samheiti   Carex arctogena Harry Smith; C. capitata var. arctogena (Harry Smith) Hultén; C. capitata subsp. arctogena (Harry Smith) Böcher
     
Lífsform   Fjölær grasleitur einkímblöðungur
     
Kjörlendi   Vex í þurru graslendi, á harðbölum og í mólendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.15 - 0.30 m
     
 
Hnappstör
Vaxtarlag   Þýfð, meðalstór stör sem vex í þéttum toppum með stinnum, uppréttum stráum og þráðmjóum blöðum, 15-30 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin mjóslegin (1 mm) og snarprend, virðast sívöl í ummáli, en eru grópuð eða samanbrotin. Axið endastætt á stöngulenda, stutt og gilt, hnapplaga eða því sem næst krninglótt, 6-8 mm á lengd og 6-7 mm á breidd. Karlblómin mynda smátrjónu í enda axins, en kvenblómin eru neðar, í gildari hlutanum. Axhlífar brúnar í miðju en himnukenndar til jaðranna. Hulstrin útstæð, flatvaxin, taugalaus, egglaga, ljósgræn eða gulmóleit, allbreið með langri trjónu, 2,3-3,0 mm á lengd, lengri og breiðari en axhlífarnar. Tvö fræni. Blómgast í júní. 2n = 50. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á litlum, hnöttóttum öxum.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, H.Kr., http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357104
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng á landræna svæðinu norðan jökla, annars víða um land nema ófundin á norðanverðum Vestfjörðum. Önnur náttúrleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, S Ameríka, Evrópa og Asía.
     
Hnappstör
Hnappstör
Hnappstör
Hnappstör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is