Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Carex |
|
|
|
Nafn |
|
microglochin |
|
|
|
Höfundur |
|
Wahlenberg, Kongl. Vetensk. Acad. Nya Handl. 24: 140. 1803. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Broddastör |
|
|
|
Ætt |
|
Cyperaceae (Stararætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Carex pauciflora Lightfoot var. microglochin (Wahlenberg) Poiret ex Lamarck |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær grasleitur einkímblöðungur |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex á sendnum bökkum, oft í rökum, grunnum jarðvegi yfir klöppum eða í mýrum. Algeng um land allt. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní |
|
|
|
Hæð |
|
0.05 - 0.20 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Stráin stinn, upprétt, bein, nær sívöl, aðeins gáruð, slétt, mjó og í lausum þúfum, 5-20 sm á hæð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blöðin aðeins neðst á stráinu og miklu styttri en það, slétt, þráðmjó og hárlaus, nær sívöl en grópuð neðst. Axið stutt, endastætt, mjótt með um fimm karlblómum efst og fimm til tíu kvenblómum neðantil. Axið með áberandi broddum sem vísa upp meðan störin er að þroskast, en síðan niður. Kvenaxhlífarnar breiðar, sljóyddar að framan, egglaga. Frænin þrjú. Hulstrið langt (6-10 mm) og mjótt, lensulaga eða allaga og hylur stílinn, sívalt, mjókkar jafnt upp. Við aldinþroska vex langur, grænn broddur, áfastur við aldinið neðanvert, út úr hulsturopinu, svo að hulstrið sýnist miklu trjónulengra en það er, eftir því, sem aldinið þroskast, beinist það út og niður á við. Verður axið því við þroskun með áberandi niðurvísandi broddum. Blómgast í júní. 2n = 50.
LÍK/LÍKAR: Broddastörin er auðgreind á broddinum sem vex upp úr hulstrinu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Allalgeng um land allt.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa, Asía. |
|
|
|
|
|