Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Cardamine bellidifolia
Ćttkvísl   Cardamine
     
Nafn   bellidifolia
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 654 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jöklaklukka
     
Ćtt   Brassicaceae (Krossblómaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex til fjalla, t.d. á jökulaurum, háfjallamelum og mosaţembum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   0.01-0.06 m
     
 
Jöklaklukka
Vaxtarlag   Örsmá, hárlaus fjallajurt, 1-6 sm á hćđ. Stönglar margir af sömu rót, ógreindir og yfirleitt blađlausir. Myndar smáţúfur eđa smábrúska.
     
Lýsing   Flest blöđin stofnstćđ, heilrend, egglaga eđa nćr kringlótt, stilklöng og oft hćrri en blómklasarnir. Blađstilkar mun lengri en blöđkur. Blöđkur 3-7 mm á lengd og 2-5 mm á breidd yfirleitt međ örstuttum kirtiloddi í endann. Blómin fjórdeild, hvít, mjög smá, fá saman í klasa á stöngulendum. Hvert blóm 4-5 mm í ţvermál. Krónublöđin upprétt um helmingi lengri en bikarblöđin. Bikarblöđin oft dálítiđ rauđbláleit, snubbót um 2 mm ađ lengd. Frćflar 6 og ein aflöng frćva sem verđur viđ ţroska ađ 1-2 sm löngum skálp og ađeins 1 mm breiđum. Skálparnir dökkleitir međ stuttum gildum stíl, hlutfallslega mjög langir og uppréttir fullţroska. LÍK/LÍKAR: Melablóm & fjallaafbrigđi skarfakáls. Jöklaklukka ţekkist á skálpunum, á heilrendum blöđum og á ţví ađ blađstilkar eru mun lengri en blöđkurnar.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr.
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Fremur sjaldgćf. Á víđ og dreif um landiđ til fjalla nema á Suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norđurhvel; N Ameríka, N Evrópa, NA Asía
     
Jöklaklukka
Jöklaklukka
Jöklaklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is