Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Cardamine bellidifolia
Ættkvísl   Cardamine
     
Nafn   bellidifolia
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl.: 654 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Jöklaklukka
     
Ætt   Brassicaceae (Krossblómaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Vex til fjalla, t.d. á jökulaurum, háfjallamelum og mosaþembum.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0.01-0.06 m
     
 
Jöklaklukka
Vaxtarlag   Örsmá, hárlaus fjallajurt, 1-6 sm á hæð. Stönglar margir af sömu rót, ógreindir og yfirleitt blaðlausir. Myndar smáþúfur eða smábrúska.
     
Lýsing   Flest blöðin stofnstæð, heilrend, egglaga eða nær kringlótt, stilklöng og oft hærri en blómklasarnir. Blaðstilkar mun lengri en blöðkur. Blöðkur 3-7 mm á lengd og 2-5 mm á breidd yfirleitt með örstuttum kirtiloddi í endann. Blómin fjórdeild, hvít, mjög smá, fá saman í klasa á stöngulendum. Hvert blóm 4-5 mm í þvermál. Krónublöðin upprétt um helmingi lengri en bikarblöðin. Bikarblöðin oft dálítið rauðbláleit, snubbót um 2 mm að lengd. Fræflar 6 og ein aflöng fræva sem verður við þroska að 1-2 sm löngum skálp og aðeins 1 mm breiðum. Skálparnir dökkleitir með stuttum gildum stíl, hlutfallslega mjög langir og uppréttir fullþroska. LÍK/LÍKAR: Melablóm & fjallaafbrigði skarfakáls. Jöklaklukka þekkist á skálpunum, á heilrendum blöðum og á því að blaðstilkar eru mun lengri en blöðkurnar.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr.
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Fremur sjaldgæf. Á víð og dreif um landið til fjalla nema á Suðurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Norðurhvel; N Ameríka, N Evrópa, NA Asía
     
Jöklaklukka
Jöklaklukka
Jöklaklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is