Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Campanula uniflora
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   uniflora
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl. : 231 (1753)
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallabláklukka
     
Ćtt   Campanulaceae (Bláklukkućtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt
     
Kjörlendi   Vex á háfjallamelum, ađeins hátt til fjalla, uppi á brúnum, ýmist á grónum eđa grýttum flötum.
     
Blómlitur   Dökkblár
     
Blómgunartími   Júlí-ág.(sept.)
     
Hćđ   0.05-0.15 m
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxin eđa ađeins 5-15 sm á hćđ. Stöngullinn uppsveigđur, ógreindur og hárlaus. Ađeins eitt blóm er á hverjum stöngli.
     
Lýsing   Blöđin heilrend eđa ógreinilega gistennt, hárlaus, en neđstu blađstilkarnir eru ţó stundum međ gisnum, hvítum randhárum. Neđstu blöđin stilkuđ, öfugegglaga eđa langsporbaugótt, en ofar á stönglinum eru blöđin stilklaus, lensulaga eđa nćr striklaga. Blómiđ eitt, drúpandi. Bikarinn hćrđur, skarpstrendur međ breiđsýllaga, uppréttum oddmjóum flipum, sem eru styttri en bikarpípan. Krónan nokkuđ djúpskert og mjóflipótt, trektlaga, dökkblá, klukkulaga, töluvert minni en á bláklukku og trektin mun mjórri, 1,5-1,8 sm á lengd og 4-8 mm í ţvermál. Frćflar fimm, frćnin ţrjú. Hýđiđ upprétt og opnast um miđjuna eđa ofar. Blómgast í júlí-ágúst. Lík/líkar: Bláklukka. Auđţekkt frá bláklukku ţar sem hún er mun minni, međ hćrđan bikar og kringlóttu stofnblöđin vantar auk ţess sem hún vex yfirleitt mun hćrra til fjalla.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćf. Á nokkrum stöđum hátt til fjalla frá Skagafirđi austur fyrir Eyjafjörđ. Einnig fundin á Vatnsdalsfjöllum og Skjaldfannarfjalli viđ Djúp. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Nokkuđ víđa um norđurhvel; Finnst t.d. í Kanada, Sviss, Ţýskalandi, Grćnlandi, Noregi, Rússlandi, Svíţjóđ og N Ameríku.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is