Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Bistorta |
|
|
|
Nafn |
|
vivipara |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Gray, Nat. Arr. Brit. Pl. 2 : 268 (1821) |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kornsúra, (Túnblaðka) |
|
|
|
Ætt |
|
Polygonaceae (Súruætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Polygonum viviparum L.
Persicaria vivipara (L.) R. Decraene |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í flestum gróðurlendum, mólendi, bollum, mýrum, melum og flögum, jafnt til fjalla sem í byggð. Mjög algeng um land allt og í raun ein algengasta planta landsins. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní/júlí-ág./sept. |
|
|
|
Hæð |
|
0.05-0.2 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Jurt, 5-20 sm á hæð. Af stuttum knýttum, láréttum jarðstönglum vaxa beinir, ógreindir stönglar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnblöðin heilrend, stuttstilkuð, egglensulaga, egglaga, lensulaga eða striklaga, 2-6 sm á lengd, 5-15 mm á breidd, dökkgræn og gljáandi á efra borði en ljósblágræn á neðra borði, blaðrendur niðurorpnar og miðstrengur áberandi. Stöngulblöðin slíðruð, aflöng-striklaga, heilrend.
Blómin fimmdeild, hvít (stundum bleik eða grænleit), stuttleggjuð í axleitum klasa á stöngulendanum. Blómhlífin einföld, blómhlífarblöð 3-4 mm á lengd, öfugegglaga eða perulaga. Engin bikarblöð, en móleit, himnukennd stoðblöð eru á milli blómanna. Fræflar eru 6-8 með dökkfjólubláum frjóhirslum. Ein þrístrend fræva með þrem stílum. Neðst í blómskipuninni er oft mikið af blaðgrónum, brúnum, rauðum eða mógrænum æxlikornum í stað blóma. Blómgast í júní-júlí.
LÍK/LÍKAR: Engar. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Ekki mjög vandlát á jarðveg en vex best í frjóum, rökum jarðvegi. |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9 |
|
|
|
Reynsla |
|
"Seyði af rótinni var talið blóðstillandi og það læknar niðurgang (kveisugras) og "greiðir hlandrás". Æxlikornin voru hér áður höfð til matar og kölluð vallarkorn. Jafnvel jarðstöngullinn, sem er sætur á bragðið, er nothæfur til manneldis og gæsir sækja í hann. Sennilega er það hin grófa og snúna lögun hans sem leitt hefur til nafnanna höggormsjurt og dreki". (Ág. H.) |
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Mjög algeng um land allt, bæði til fjalla og í byggð.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N Ameríka, Evrópa, Asía |
|
|
|
|
|