Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Alopecurus geniculatus
Ćttkvísl   Alopecurus
     
Nafn   geniculatus
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl., 60. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Knjáliđagras
     
Ćtt   Poaceae (Grasaćtt)
     
Samheiti   Tozzettia geniculata (L.) Bubani (Russ. flora); Alopecurus paniceus
     
Lífsform   Fjölćr grastegund
     
Kjörlendi   Vex í deiglendi, grasi grónum deigum bökkum og raklendum túnum.
     
Blómlitur   Axpunturinn dökkgrćnn eđa dökkfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-ág.
     
Hćđ   0.10 - 0.30 m
     
 
Knjáliđagras
Vaxtarlag   Fjölćr grastegund. Stráiđ oft skriđult neđst og skýtur ţar oft aukarótum. Stráiđ sívalt, lárétt eđa skástćtt neđst; efsta knéđ áberandi bogiđ og réttir efsta stöngulliđinn upp 12-30 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin flöt og dálítiđ snörp á efra borđi. Slíđurhimnan um 2 mm á lengd og snubbótt. Slíđrin útblásin. Axpunturinn dökkgrćnn eđa dökkfjólublár og mjúkur. Smáöxin dökkgrá eđa gráfjólublá, einblóma, ţétt saman í sívölu, 2-3 sm löngu og 4-5 mm breiđu samaxi (axpunti) á stráendanum. Axagnaoddarnir lítiđ eitt útsveigđir. Ein frćva međ klofnu frćni. Frćflar ţrír, frjóhnapparnir í fyrstu gulir eđa fjólubláir um 1,5 mm á lengd en verđa síđar brúnir, hanga út úr axinu um blómgunartímann. Smáaxiđ međ knéboginni týtu sem stendur langt út úr axinu og er títan miklu lengri en axögnin. Blómgast í júní-ágúst. LÍK/LÍKAR: Vatnsliđagras & háliđagras. Knjáliđagrasiđ ţekkist frá vatnsliđagrasi á lengri týtum sem standa langt út úr axinu, og á uppblásnum blađslíđrum. Knjáliđagrasiđ er mikiđ lágvaxnara en háliđagras og međ dekkri og styttri samöx.
     
Jarđvegur   Ţrífst best í rökum, frjóum jarđvegi. Á ţó gott međ ađ ađlagast öđrum jarđvegsgerđum.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Víđa um land allt, en ţó algengast á suđurlandi. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, Indland, Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, N & S Ameríka og Kanada.
     
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Knjáliđagras
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is