Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Aster sibiricus
Ættkvísl   Aster
     
Nafn   sibiricus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eyrastjarna
     
Ætt   Asteraceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   fölfjólublár/brúngulur hvirfill
     
Blómgunartími   síðsumars
     
Hæð   0,3-0,4m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Eyrastjarna
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, lítillega greindir, oft með purpurarauðum blæ, skriðul.
     
Lýsing   Blöðin flest í hvirfingu við jörð, fremur stór, ögn dúnhærð, egglaga-lensulaga til aflöng, óreglulega sagtennt, neðstu blöðin oft fiðlulaga, breið-lensulaga eða spaðalaga, efri laufin eyrð eða hálfásætin (greypfætt). Blómin stök eða í mjög fáblóma hálfsveipum. Körfur tiltölulega stórar. Tungublóm 15-30, fjólublá til fölblá, hvirfilblóm brúngul, rauðleitar körfureifar. Blómgast í ágúst - september.
     
Heimkynni   Alaska, Síbería, N Rússland, N Noregur
     
Jarðvegur   léttur, frjór, framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   skipting að vori, sáning
     
Notkun/nytjar   steinhæðir
     
Reynsla   Mjög gömul í ræktun í garðinum eða allt frá 1956 (J.R) í K1-K08 t.d. Vex mjög hratt og myndar þéttar breiður á tiltölulega stuttum tíma. Gerir sér ýmiskonar jarðveg að góðu en þarf sólríkan vaxtarstað eða í hálfskugga. Ágæt í steinhæðir.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Eyrastjarna
Eyrastjarna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is