Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aster sibiricus
Ćttkvísl   Aster
     
Nafn   sibiricus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Eyrastjarna
     
Ćtt   Asteraceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölćr
     
Kjörlendi   sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   fölfjólublár/brúngulur hvirfill
     
Blómgunartími   síđsumars
     
Hćđ   0,3-0,4m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Eyrastjarna
Vaxtarlag   Stönglar uppréttir eđa uppsveigđir, lítillega greindir, oft međ purpurarauđum blć, skriđul.
     
Lýsing   Blöđin flest í hvirfingu viđ jörđ, fremur stór, ögn dúnhćrđ, egglaga-lensulaga til aflöng, óreglulega sagtennt, neđstu blöđin oft fiđlulaga, breiđ-lensulaga eđa spađalaga, efri laufin eyrđ eđa hálfásćtin (greypfćtt). Blómin stök eđa í mjög fáblóma hálfsveipum. Körfur tiltölulega stórar. Tungublóm 15-30, fjólublá til fölblá, hvirfilblóm brúngul, rauđleitar körfureifar. Blómgast í ágúst - september.
     
Heimkynni   Alaska, Síbería, N Rússland, N Noregur
     
Jarđvegur   léttur, frjór, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   skipting ađ vori, sáning
     
Notkun/nytjar   steinhćđir
     
Reynsla   Mjög gömul í rćktun í garđinum eđa allt frá 1956 (J.R) í K1-K08 t.d. Vex mjög hratt og myndar ţéttar breiđur á tiltölulega stuttum tíma. Gerir sér ýmiskonar jarđveg ađ góđu en ţarf sólríkan vaxtarstađ eđa í hálfskugga. Ágćt í steinhćđir.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Eyrastjarna
Eyrastjarna
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is