Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Geranium renardii
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   renardii
     
Höfundur   Trautv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fölvablágresi
     
Ćtt   Blágresisćtt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur til fjólublár, ćđar fjólubláar.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   15-35 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Fölvablágresi
Vaxtarlag   Fjölćringur sem myndar brúsk, allt ađ 20 sm hár.
     
Lýsing   Grunnlauf allt ađ 10 sm breiđ, bogadregin, skert ađ miđju í 5 flipa, tennt, separnir bogadregnir, djúpgrá til ólífugrćn ofan, ćđar áberandi, tennur og sepaendar snubbóttir, stöngullauf minni, í pörum, laufleggir styttri. Blómskipanir ţéttqar, minna á sveip, blómin flöt, bikarblöđ 9 mm, oddur 0,5 mm, krónublöđ hvít til fölfjólublá, fleyglaga, sýld, allt ađ 18 x 10 mm, ćđar fjólubláar, greinast. Frjóţrćđir dökkfjólubláir, grunnur hvítur, frjóhnappar gulir, jađrar fjólubláir. Frćni 2 mm, brúnrauđ. Ung aldin upprétt, blómleggir uppréttir, trjóna 25 mm, frćvur 4 mm, frćjum slöngvađ burt, trjónuendar detta af ţegar frćinu hefur veriđ slöngvađ burt.
     
Heimkynni   Kákasus.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í blómaengi, í beđ, í steinhćđir.
     
Reynsla   Heldur skárri sunnanlands en norđan. Ţar sem ţađ hefur veriđ fremur tregt til ađ blómgast (HS).
     
Yrki og undirteg.   'Whiteknights' blómin hvít međ föl blálilla grunnlit og dekkri ćđar.
     
Útbreiđsla  
     
Fölvablágresi
Fölvablágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is