Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Lewisia tweedyi
Ættkvísl   Lewisia
     
Nafn   tweedyi
     
Höfundur   (A. Gray) Robinson.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósablaðka
     
Ætt   Grýtuætt (Portulacaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígræn, fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleik-aprikósulitur til gulleitur.
     
Blómgunartími   Maí-júlí.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rósablaðka
Vaxtarlag   Sígrænn, næstum legglaus, lágvaxinn fjölæringur, 10-20 sm hár á blómgunartímanum, grunnlauf myndar strjála brúska, stöngulstofn er stuttur með langar, þykkar, kjötkenndar rætur. Stöngulstofninn greinist með aldrinum og myndar allmargar krónur.
     
Lýsing   Grunnlauf græn, oft með purpura slikju, breið öfuglensulaga eða öfugegglaga, 4-8 sm löng, 25-50 mm breið, kjötkennd, heilrend, flöt eða ögn greipt, bogadregin, snubbótt eða framjöðruð, mjókka að vængjuðum blaðlegg, 2-5 sm löngum, myndar ekki áberandi sammiðja blaðhvirfingu. Blómskipunin með allmarga blómstöngla, 10-20 sm langa hver með 1-4(-8) blóm, venjulega lauflaus, en stundum með 1-2 smækkuð stoðblaðalík lauf við grunninn. Stoðblöð stakstæð, breiðlensulaga, 5-10 mm löng, himnukennd, heilrend, styðja greinar í blómskipuninni. Blómin 4-5,5(- 7) sm í þvermál. Blómleggir sterklegir, kjötkenndir, 2-6(-8,5) sm langir. Bikarblöð 2, breiðegglaga. 9-10 mm löng, bogadregin, snubbótt eða hálfydd, heilrend eða með örsmáar tennur, himnukennd, stundum með purpura slikju. Krónublöð (7-)8-9(-12), bleik-aprikósulit til gulleit eða sjaldan hvít, öfugegglaga, 2,5-4 sm löng. Fræflar 10-23. Stíll greinist í 3 stuttar greinar. Hýði egglaga, dálítið þríhyrnd, 7-10 mm löng. Fræ 12-20(-35) talsins, hálfhnöttótt-nýrlaga, um 2 mm löng, áberandi vörtótt og með greinilega dúnhæringu, djúpbrúnrauðan eða svartan, kjötkenndan sepa, sem minnir á hreistur.
     
Heimkynni   Bandaríkin, Kanada.
     
Jarðvegur   Léttur, lífefnaríkur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, 22
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til plöntur frá 1975 og einnig yngri, bera stór og falleg blóm. Harðgerð jurt, vatn má alls ekki sitja við rótarhálsinn að vetri. Setjið möl kringum rótarhálsinn svo að vatn renni frá honum og hann rotni ekki.
     
Yrki og undirteg.   L. tweedyi (A. Gray) Robinson 'Lemon Form' Sígrænt úrvals form með fíngerð, sítrónugul blóm. L. tweedyi (A. Gray) Robinson 'Rosea' Sígræn jurt með frábær djúprósbleik blóm, sem verða gulari að miðju hvers krónublaðs.
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Náttúrulegir vaxtarstaðir eru í 600-2135 m h.y.s., það er mjög þurrar granítbrekkur eða syllur, oft í dálitlum skugga, jarðvegur er léttur og með miklu af lífrænum efnum.
     
Rósablaðka
Rósablaðka
Rósablaðka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is