Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Hyacinthus orientalis
Ættkvísl   Hyacinthus
     
Nafn   orientalis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Goðalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur (15)
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ýmsir litir, hvítur, bleikur, blár.
     
Blómgunartími   Apríl.
     
Hæð   15-25 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Um það bil 30 sm. Laukar stórir, egglaga til hnöttóttir-íflatir, skænið purpura eða perlu-móhvítt.
     
Lýsing   Lauf 15-35 x 0,5-4 sm, 4-6 band-lensulaga, skærgræn, oddur hettulaga. Blómstilkur þykkur, holur, uppréttur þar til fræin eru mynduð, þa rá eftir jarðlægir. Blómin 2-40, vaxborin, strjálblóma og tígurlega bogin úti í náttúrunni, blómin ilma mikið, blómhlífin 2-3,5 sm, fölblá til djúpfjólublá, bleik, hvít eða rjómagul, krónupípan jafnlöng og lengri en fliparnir, samandregin ofan við egglegið, flipar aflangir-spaðalaga, útstæðir eða baksveigðir. Fræflar lengri en frjóþræðirnir ekki festir við gin krónupípunnar. Aldin 1-1,5 sm, keilulaga til hnött, kjötkennd, fræin með væng.
     
Heimkynni   M & S Tyrkland, NV Sýrland, Líbanon.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   ?
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Hliðarlaukar, yfirleitt mjög skammlíf utandyra. Laukar eru settir niður að hausti á um 15 sm dýpi
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í köld gróðurhús.
     
Reynsla   Viðkvæm, oftast drifin inni og notuð í jólaskreytingar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is