Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Aster |
|
|
|
Nafn |
|
novae-angliae |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lækjastjarna |
|
|
|
Ætt |
|
Asteraceae |
|
|
|
Samheiti |
|
Virgulus novae-angliae (L.) Reveal & Kerner |
|
|
|
Lífsform |
|
fjölær |
|
|
|
Kjörlendi |
|
sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
blá-purpurarauður/gulur hvirfill |
|
|
|
Blómgunartími |
|
haust (nær oft ekki að blómg.) |
|
|
|
Hæð |
|
1-1.5m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Plantan hærð, kirtilhár ilmandi. Blómstönglar allt að 2,2 m í heimkynnum sínum. Stönglar grófhærðir, þarf stuðning þegar líður á sumarið.
|
|
|
|
Lýsing |
|
blöð allt að 12 x 2 sm, þéttstæð, bandlaga - bandlensulaga, heilrend, stilklaus, greypfætt, grunnur hjartalaga eða eyrður. Blóm allt að 4 sm í þvermál mörg saman í hálfsveip eða stundum í skúf með nokkur geld stoðblöð inn á milli reifanna. Reifar 1-1,2 sm háar, skállaga reifablöðin því sem næst öll jafnstór, ytri lensulaga, græn aftursveigð, breytast smá saman, þau innri bandlaga, sem mjókka með grænt miðrif og eru aðlæg. Tungur 40 eða fleiri, 1 - 1,5 sm x ca 1 mm og bláleit til rauðpurpura eða hvít. Hvirfilkrónur 4,5- 5,5 mm, gular. Svifkrans ca 4 mm. |
|
|
|
Heimkynni |
|
A & M N Ameríka |
|
|
|
Jarðvegur |
|
léttur, frjór, fremur rakur |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2, H1 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
skipting að vori, sáning |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
fjölær vel framræst beð |
|
|
|
Reynsla |
|
Fremur viðkvæm að Því leyti að hún plumar sig fremur illa hérlendis þrátt fyrir að vera talin vel harger (z2). Hefur vaxið samfellt í 5 ár mest í garðinum en oftast ekki nema 2 ár í samfellu - þarf að reyna betur.
Fjölbreytni í blómlitum hefur verið aukið í skærbleikt með úrvali. Vex á ökrum og meðfram flóum í heimkynnum sínum.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjölmörg yrki í ræktun og mörg Þeirra talin upp í RHS t.d. 'Purple Cloud' , 'Red Cloud','Rosette', 'September Ruby', 'Treasure', 'Violetta' ofl. öll stórvaxin og þurfa stuðning |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|