Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Campanula bononiensis
Ćttkvísl   Campanula
     
Nafn   bononiensis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Engjaklukka
     
Ćtt   Campanulaceae
     
Samheiti   C. ruthenica Bieb.
     
Lífsform   Fjölćr, stundum skammlíf
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Bláfjólublár
     
Blómgunartími   Síđsumars
     
Hćđ   0.7-0.9m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Engjaklukka
Vaxtarlag   Uppréttur, stutthćrđur, gráhvítur fjölćringur. Blómstönglar allt ađ 90 sm háir, snarpir, međ mjög stutt, stinn hár, ógreindir eđa lítiđ eitt greindir.
     
Lýsing   Lauf grá og hćrđ neđan. Grunnlauf allt ađ 10 sm löng, mynda ţéttar blađhvirfingar. Grunnlaufin eru egglaga-langydd til hjartalaga, tennt og stilkuđ. Stöngullauf egglaga og lykja um stilkinn, hvíthćrđ neđan, stilklaus eđa ţví sem nćst. Blómin drúpandi, leggstutt, stök eđa 2-3 saman í fínlegu einhliđa axi (stundum í lítiđ eitt greinóttu axi). Bikarflipar ţríhyrndir-lensulaga, útstćđir og ± hárlausir. Enginn aukabikar. Krónan allt ađ 2,5 sm, trektlaga, klofin ađ 1/3, dúnhćrđ innan, bláfjólublá. Stíll nćstum ekki út úr krónunni. Hýđi lotiđ, ± hnöttótt, opnast međ 3 götum neđst.
     
Heimkynni   M & A Evrópa, NA Tyrkland og Kákasus til Írans og V Síberíu
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur, djúpur, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H3
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Skipting, sáning
     
Notkun/nytjar   Fjölćr beđ, baka til
     
Reynsla   Hefur reynst ţokkalega í garđinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Engjaklukka
Engjaklukka
Engjaklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is