Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Erigeron pinnatisectus
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   pinnatisectus
     
Höfundur   (A. Gray) A. Nelson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjaðurkobbi
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti   Erigeron compositus var. pinnatisectus A. Gray
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölfjólublár / gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   Allt að 10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þýfður fjölæringur með upprétta blómstöngla, allt að 10 sm hár. Stönglar ögn kirtilhærðir með fáein útstæð hár.
     
Lýsing   Flest laufin grunnlauf, bandlaga, fjaðurskert, næstum alveg hárlaus. laufleggir með stinn randhár, stöngullauf 1-3, smá, bandlaga. Krónan stök, aldinstæði allt að 13 mm, smáreifar allt að 8 mm, stoðblöð kirtilhærð og langhærð oft með purpura slikju. Tungukrýndu blómin allt að 12 mm, allmörg til fjölmörg, blá eða purpura. Svifkrans úr burstahárum.
     
Heimkynni   SM & NV N Ameríka (fjöll).
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum, harðgerð og falleg tegund, í J5 frá 1991. Auðþekktur frá öðrum kobbum á blöðunum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is