Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Erigeron elegantulus
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   elegantulus
     
Höfundur   Greene.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þokkakobbi*
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærfjólublár/gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Síðsumars-haust.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur allt að 20 sm, blómstönglar lítið eitt stinnhærðir, dálítið gljáandi neðst.
     
Lýsing   Lauf allt að 6 × 0,1 sm, aðallega í grunnhvirfingu, mjó-bandlaga, breiðari neðst, ögn stinnhærð. Körfur stakar, blómstæði allt að 11 mm í þvermál, reifar allt að 5 mm háar, reifablöð stinnhærð, dálítið límkennd, þau ytri styttri en þau innri og mjó. Tungublóm 15-20, skærfjólublá. Gulur hvirfill. Svifkrans úr þornhárum. Blómgast síðsumars.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er en er bráðfallegur og lofar góðu. Í uppeldi 2005, ekki lengur á lífi 2013.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is