Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Pulmonaria mollis
Ættkvísl   Pulmonaria
     
Nafn   mollis
     
Höfundur   C.F. Wolf.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Floslyfjurt
     
Ætt   Munablómaætt (Boraginaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blápurpura.
     
Blómgunartími   Vorblómstrandi.
     
Hæð   30-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Floslyfjurt
Vaxtarlag   Myndar miklar laufabreiður.
     
Lýsing   Grunnlauf egglaga til oddbaugótt-lensulaga, með blöðkur allt að 60 x 12 sm, efra borð ekki flekkótt, mjúk viðkomu með stutt og löng hár og kirtilhár. Grunnur blöðkunnar mjókkar smám saman í allt að 60 sm langan legg. Blómskipunin þétt dúnhærð. Krónan blápurpura. Krónupípan hærð innan neðan við hárahringinn í gininu. Fræ(hnetur) um það bil 5 x 4 mm.
     
Heimkynni   M & SA Evrópa.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður undir tré og runna, í fjölæringabeð, í breiður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst vel. Harðgerð og auðræktuð planta.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki með bláfjólubláum litblæ eru í ræktun erlendis en ekki verið reynd hér svo sem 'Royal Blue' og 'Mournful Purple'.
     
Útbreiðsla  
     
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Floslyfjurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is