Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.
|
Ættkvísl |
|
Gentiana |
|
|
|
Nafn |
|
tibetica |
|
|
|
Höfundur |
|
King ex J. D. Hooker |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vængjavöndur* |
|
|
|
Ætt |
|
Maríuvandarætt (Gentianaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól - hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Fölgulur til gulgrænn, með dökkbrúna slikju á ytra borði. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
40-50 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, 40-50 sm á hæð. Rætur allt að 30 x 2 sm. Stönglar uppréttir, stinnir, ógreindir, hárlausir. Leggur grunnlaufa 5-7 sm, himnkenndur, laufblaðkan mjó-oddbaugótt til egglaga-oddbaugótt, 9-16 x 4-5,5 sm, mjókkar við grunninn, jaðar snarpur, oddur langyddur til hvassyddur, 7-9 tauga. Stöngullauf í 3-5 pörum, laufleggurinn allt að 3,5 sm, himnukenndur, laufblaðkan oddbaugótt-lensulaga til egglaga-oddbaugótt, 9-16 x 4-5,5 sm, snubbótt eða hálfsnubbótt við grunninn, jaðar snarpur, langydd eða hvassydd, 3-5 tauga, efstu laufin greinilega stór, legglaus, útstæð og lykja um blómaþyrpinguna. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómskipunin þétt, endastæð, margblóma, blómin eru líka í fáblóma krans í blaðöxlunum, en sjaldan. Blómin legglaus. Bikarpípa lík slíðri, 6-8 mm, himnukennd, klofinn á einni hlið, þverstýfð í toppinn, með 5 flipa, sem minna á tennur, 0,3-0,5 mm. Krónan er fölgul til gulgræn á innra borði, krónutungan er með dökkbrúna slikju á ytra borði, krónan er breiðpípulaga, (2,6-)3-3,2 sm, flipar egglaga-þríhyrndir, 4-5 mm, heilrendir, hvassyddir. Ginleppar þríhyrndir, 0,5-1,5 mm, ósamhverfir, jaðar smátenntur, hvassyddir. Fræflar festir um miðja krónuna innanverða, frjóþræðir 7-9 mm, frjóhnappar mjó oddvala, 1,5-2 mm. Stíll 2,5-3, frænisflipar aflangir. Aldinhýði legglaus, oddvala til egglaga-oddvala, 1,8-2,2 sm. Fræ ljósbrún, oddvala, 1,3-1,5 mm.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína (S og SA Xizang) Bhutha, Nepal, Sikkim. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
= 2, Flora of China www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id=200018113 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Nokkur eintök eru til í Lystigarðinum, þrífast vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Vex á jöðrum ræktaðs lands, á vegkantum, í skógarjöðrum í 2100-4200 m hæð yfir sjó í heimkynnum sínum S. og SA Xizang (Bhutan, Nepal, Sikkim). |
|
|
|
|
|