Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Saxifraga caesia
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   caesia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grásteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   12 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sprotarnir mynda meðalþéttar þúfur eða breiður.
     
Lýsing   Lauf um það bil 4 x 1-1,5 mm, aflöng til spaðalaga, efri hlutinn sveigist út á við og breikkar við oddinn, bláleit með áberandi kalkútfellingum, heilrend en með hár á köntunum neðst. Blómstönglar 4-12 sm, greinist nálægt toppnum og myndar lítinn 3-8 blóma skúf. Krónublöð 4-6 mm, hvít.
     
Heimkynni   Pýreneafjöll, Alpar, Tatara- og V Karpatafjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í steinbeð, í kanta.
     
Reynsla   Stutt reynsla - í N11-D05 frá 2003, dauður 2014.
     
Yrki og undirteg.   Yrkið 'St. John' er þéttar blaðhvirfingar, silfraðar, blóm hvít.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is