Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Primula geraniifolia
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   geraniifolia
     
Höfundur   Hook. f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rjóðurlykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rósrauður eða purpura.
     
Blómgunartími   Sumar-síðsumars.
     
Hæð   10-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Plöntur sem skríða ögn.
     
Lýsing   Laufblaðkan 3-8 x 3-8 sm, nýrlaga, grunnur hjartalaga, flipar 7-9, hvassyddir, venjulega grunnskert en stundum djúpskert eða skipt, snubbótt og reglulega tennt, dökkgræn með purpuraslikju, stundum gljáandi með löng, strjál hár á efra borði. Blaðleggir 4-13 sm með þétt, brún hár. Blómstönglar 10-30 sm, grannir, hærðir með 1-2 sveipi, 2-12 blóm í hverjum sveip, blómin útstæð eða drúpandi. Blómleggir 5-15 mm, hærðir, verða uppréttir við aldinþroskann. Bikar 5-10 mm, bjöllulaga venjulega rauðleitur. Flipar venjulega 3-tauga. Krónan 1-2 sm í þvermál, bollalaga, ekki með kraga eða hann er ógreinilegur, rósrauð eða purpura, oft með hvítt auga. Krónupípa mjó, sívöl, nær fram úr bikarnum, flipar breiðastir í oddinn, heilrendir, sýldir eða skipt í 2 bogadregan hluta. Fræni 2-skipt. Fræhýði nær venjulega ögn fram úr bikar.
     
Heimkynni   A Nepal, Indland, NA Bútan, SV Kína.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í kanta, sem undirgróður, austan og norðan við hús.
     
Reynsla   Stutt og stopul reynsla. Vex best í frjóum, rakaheldum jarðvegi á skuggsælum stað.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is