Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Pulsatilla alpina ssp. apiifolia
Ættkvísl   Pulsatilla
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   (L.) Delarb.
     
Ssp./var   ssp. apiifolia
     
Höfundur undirteg.   (Scop.) Nyman.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glóbjalla
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Pulsatilla apiifolia, Pulsatilla alpina subsp. sulphurea
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Maí - júní.
     
Hæð   20-45 sm
     
Vaxtarhraði   Fremur hægvaxta.
     
 
Glóbjalla
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 20-45 sm há. Grunnlauf með langan legg, tvífjöðruð, endaflipinn skertur næstum alveg að miðtaug, flipar oft baksveigðir. Stöngullauf með stuttan legg.
     
Lýsing   Blómin upprétt eða næstum upprétt, 4-6 sm í þvermál, fölgul. Blómhlífarblöð egglaga, þakin silkihári.
     
Heimkynni   V & M Alpafjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, lífrænn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting eftir blómgun, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 1970 og gróðursett í beð 1981 og önnur sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2006, báðar þrífast vel. Harðgerð, hefur reynst vel í LA og SH -
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Glóbjalla
Glóbjalla
Glóbjalla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is