Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Picea |
|
|
|
Nafn |
|
glehnii |
|
|
|
Höfundur |
|
(Fr. Schmidt) Mast. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Glitgreni |
|
|
|
Ætt |
|
Þallarætt (Pinaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól - hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10-15 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Hávaxið tré, allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum eða hærri. Króna mjó-keilulaga. Börkur súkkulaðibrúnn (greinist á því frá öllum öðrum Picea-tegundum), flagnar af í þunnum hreistrum. Greinar mjóar og stuttar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Greinar grannar og stuttar. Árssprotar rauðleitir í fyrstu síðar rauðir með þétt, stinn hár, aðallega í grópunum. Brum egg-keilulega, kvoðug, brún, endabrum aðalgreina með sýllaga brumhlífar neðst, aðlægar, brumendar standa fram úr brumhlífunum. Barrnálar þéttstæðar ofan á greinunum, 8-15 mm langar, skærgrænar ofan og oftast með 1 loftaugaröð; daufgrænar neðan og með (2-)3(-5) loftaugaraðir; snubbóttar. Á ungum plöntum eru þær samt oftast yddar, ferkantaðar í þversnið, jafnháar og þær eru breiðar. Könglar sívalir-aflangir, 4-8 sm langir, fullþroska gljáandi, brúnir. Köngulhreistur bogadregin og trékennd, heilrend til dálítið trosnuð. Fræ með væng, 1 sm löng. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Sakalin, Japan (Hokkaido). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, frjór, djúpur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,7,9 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar í þokuúðun, vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í skjólbelti, í limgerði, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til frá 1994, gróðursett í beð 2004. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Mjög harðgert, kemur líka fyrr í köldum og blautum jarðvegi í heimkynnum sínum. Ársprotar koma seint. Auðþekkt á rauðum, hærðum unggreinum. |
|
|
|
|
|