Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Abies nordmanniana
Ættkvísl   Abies
     
Nafn   nordmanniana
     
Höfundur   (Stev.) Spach.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Normannsþinur
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi, skjól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   5-15 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Normannsþinur
Vaxtarlag   Beinvaxið tré, keilulaga króna. Tré 25-30 (-50) m há í heimkynnum sínum, með greinar alveg niður að jörð, (gamlar) greinar kransstæðar, reglulegar, skaga langt fram neðst eða eru slútandi. Börkur gamalla trjáa svart-grár, hreistrarður.
     
Lýsing   Ársprotar grængulir, glansandi, hærðir eða hárlausir. Brum egglaga kvoðulaus. Barrnálar þétt burstalaga, skiptast ekki eða eru aðeins skiptar á grönnum greinum, 20-30 mm langar og 2-2,5 mm breiðar, grunnur þeirra breikkar greinilega, skjaldarlaga og er undinn. Oddur barrnálanna er bogadreginn og framjaðraður, með gróp á efra borði. Nálarnar glansa mikið, eru aðeins með 2 loftaugarendur á neðra borði. Könglar 15 (-20) sm langir, 5 sm breiðir, ungir könglar eru grænleitir, fullþroska könglar eru dökkbrúnir. Köngulhreistur er breið-keilulaga, heilrend, hreisturblöðkur standa út úr könglinum og sveigjast aftur.
     
Heimkynni   Kákasus.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1,7,9
     
Fjölgun   Sáning (forkæla fræ í um mánuð), vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, þyrpingar, jólatré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var 1992, kelur ekkert og er mjög falleg.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis sem lítt eða ekki hafa verið reynd hérlendis, t.d. 'Glauca', 'Erecta', 'Nana', 'Tortifolia' og fleiri. Abies nordmanniana ssp. equitrojanii er líkur aðaltegund en með varaopsrákum á bæði efra og neðra borði. Barr 45 x 2mm. Heimk.: Tyrkland (z4, ekki reynd hérlendis).
     
Útbreiðsla  
     
Normannsþinur
Normannsþinur
Normannsþinur
Normannsþinur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is