Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Pulsatilla occidentalis
Ættkvísl   Pulsatilla
     
Nafn   occidentalis
     
Höfundur   (Wats.) Freyn.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rjómabjalla
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Réttara: Anemone occidentalis S. Watson
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur eða rjómahvítur, með purpura eða bláa slikju.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Rjómabjalla
Vaxtarlag   Fjölær jurt, stönglar 10-60(-75) sm, vaxa frá jarðstönglum, jarðstönglar uppsveigðir eða uppréttir. Grunnlauf (2-)3-6(8), skipt í 3 hluta (fyrsta skipting) og hvert smálauf síðan fjaðurskipt, laufleggur 6-8(-12) sm, enda smálauf með legg, egglaga að utanmáli, (2,5)3-6(-8) sm, grunnur fleyglaga, jaðrar fjaðurskiptir til flipóttir alla leið, mjó ydd, mjúkhærð bæði ofan og neðan, hliðarsmálauf 2 skipt, fjaðurskipt, endaflipar 2-3 mm breiðir.
     
Lýsing   Blómskipunun einblóma, blómleggur mjúkhærður eða þéttmjúkhærð, verður hárlaus. Reifablöð 3, stöku sinnum fleiri, í einni röð, meira eða minna eins og grunnlaufin, 3-flipa, egglaga að utanmáli, grunnur greinilegur, enda smálauf með legg, 2,5-7 sm (2,5 sm í blóma 7 sm eða styttri með þroskað fræ), jaðrar fjaðurskiptir, mjóyddir, mjúkhærðir bæði ofan og neðan, hliðarsmálauf 2-skipt, fjaðurskipt, endaflipinn 2-3 mm breiður. Bikarblöð 5-7, hvít eða rjómahvít með purpura eða bláa slikju ´z ytra borði, egglaga til öfugegglaga, sjaldan oddbaugótt, 15-30 x 10-17(-19) mm, hærð neðan, hárlaus ofan. Fræflar 150-200. Kollur hnöttóttur, sjaldan sívalur, leggur 15-20(-22) sm. Hnetan oddbaugótt, 3-4 x um 1,5 mm, ekki með væng, mjúkhærð, trjónan bogin eða baksveigð, aftursveigð með aldrinum, (18-)20-40(-50) mm, lang-mjúkhærð, lík fjöður.
     
Heimkynni   N Ameríka (Alta, British Columbia, California, Idaho, Montana, Oregon, Washington).
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=233500073
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarðinum 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Rjómabjalla
Rjómabjalla
Rjómabjalla
Rjómabjalla
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is