Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Lonicera deflexicalyx
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   deflexicalyx
     
Höfundur   Batal.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gultoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gultoppur
Vaxtarlag   Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár, útbreiddur.
     
Lýsing   Smágreinar láréttar eða útsveigðar, ungar smágreinar purpuralitar, dúnhærðar. Lauf allt að 8 × 2,5 sm, mjóegglaga til hvassydd, grunnur bogadreginn, daufgræn og dúnhærð ofan, grá- og dúnhærð neðan einkum meðan þau eru ung, laufleggir allt að 8,5 mm langir. Blómin gul, tvö og tvö saman, axlastæð. Króna allt að 1,5 sm. dúnhærð utan, hliðskökk við grunninn, Fræflar dúnhærðir, við grunninn. Stíll allur dúnhærður, Blóm bleikrauð.
     
Heimkynni   SV Kína, Tíbet.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vetrar- og sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í óklippt limgerði, blönduð beð, í þyrpingar, sem stakstæður runni.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem þrífst mjög vel og önnur sem kom sem planta 1986 og var gróðursett í beð það sama ár, aðþrengd. --- Harðgerður, plássfrekur runni, þarf reglulega snyrtingu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gultoppur
Gultoppur
Gultoppur
Gultoppur
Gultoppur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is