Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Viburnum edule
Ættkvísl   Viburnum
     
Nafn   edule
     
Höfundur   (Michx.) Raf.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bersarunni
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur, blómknúbbar ljósbleikir.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   1-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Bersarunni
Vaxtarlag   Útbreiddur til uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár. Greinarnar hárlausar með endabrum, brumhlífar 2, dökkrauðar, aðfelldar. Ársprotar hárlausir
     
Lýsing   Laufin eru gagnstæð, óskipt, með 2,5 sm löngum lauflegg. Laufblaðkan er 4-12 sm löng, hárlaus, glansandi og dökkgræn ofan, ljósari neðan með stutt hár á æðastrengjunum, jaðrar tenntir oftast með par af litlum kirtlum við grunn blöðkunnar við lauflegginn. Tvennskonar lauf, efri laufpörin oddbaugótt til egglaga, ekki flipótt eða aðeins 3-flipótt, fjaðurstrengjótt, grunnur snubbóttur til bogadreginn, hvassydd til odddregin, neðri laufpörin breiðari, 3-flipótt, handskiptir æðastrengir með 3-5 aðalstrengi, grunnur bogadreginn til þverstýfður, hvassydd. Frjóar greinar eru aðeins með 2 lauf sem eru minni en laufin á ársprotunum. Blómin eru tvíkynja, mjólkurhvít með bleika slikju neðan, í fáblóma skúfum, 1,5-2,5 sm eða meir í þvermál, endastæðir eða á hliðstæðum greinum sem vaxa frá greinum síðasta árs. Öll blómin í blómskipuninni eru frjó og álíka stór. Bikar lítill, lítt áberandi , krónan 5-flipótt, fræflar 5, liggja alveg upp að krónunni ná ekki fram úr krónupípunni. Egglegið undirsætið. Blómstra senmmsumars. Aldir eggvala, gul (þegar þau eru ófullþroska) til appelsínurauð, minna á ber, steinaldin, 6-12 mm löng, með eitt flatt fræ innan í steininum.
     
Heimkynni   NA Asía, N Ameríka.
     
Jarðvegur   Djúpur, fjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1, http://northernontarioflora.ca
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Undirgróður með stærri trjám, í raðir, sem berjarunni. Vaxtarstaðir eru raklendir skógar og runnaþykkni, blaut rjóður, votleni mrðfram vatnsbökkum og árbökkum. --- Aldinið ætt, safaríkt, oftast notað til að gera aldinmauk. Fullþroska aldinin eru með sterka musk lykt sem helst þótt aldinin séu soðin. Er ekki engur til staðar þegar búið er að gera mauk eða hlaup. Aldin eru fullþroska um mitt sumar eða að haustinu.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982 og gróðursett í beð 1988, þrífst vel og kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.   Líkar tegundir: Þrí-flipótt lauf bersarunna (Viburnum edule) er hægt að rugla saman við lauf úlfarunnans (Viburnum opulus v. americanum), en síðarnefndi runninn er með fáeinar grófar bogadregnar tennur á jöðrunum og stóra endastæða skúfa með mörg, lítil frjó blóm og fáein stór falleg blóm á jöðrunum.
     
Útbreiðsla  
     
Bersarunni
Bersarunni
Bersarunni
Bersarunni
Bersarunni
Bersarunni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is