Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
× cinerea |
|
|
|
Höfundur |
|
Zab. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Grákvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
80-100 sm (-200 sm) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, þéttgreindur runni, allt að 1,5 m hár eða hærri. Greinarnar áberandi grannar, kantaðar, brúnrákóttar, lóhærðar í fyrstu en verða síðar hárlausar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 2,5-3,5 sm, aflöng, langydd, heilrend eða með 2-3 tennur í oddinn, með stuttan, kröftugan, baksveigðan odd, grágræn ofan, ljósari á neðra borði. Blómin 6,5 mm í þvermál, hvít, í litlum legglausum, endastæðum sveipum og leggjum sveipum í öxlum neðri greina. Krónublöð, aflöng-kringlótt, fræflar styttri en krónublöðin.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Garðablendingur (S. hypericifolia L. × S. cana Waldst. & Kit.). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalrakur, frjór, sendinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í stórar steinhæðir, sem stakstæðir runnar, í beð og kanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom úr gróðrarstöð 2004.
Grákvisturinn er ekki mikið ræktaður hérlendis. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað, frýs stundum grænn á haustin en kelur ekki mikið. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Spiraea x cinerea 'Grefsheim' sjá næstu síðu. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|