Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa x francofurtana 'Frankfurt'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   x francofurtana
     
Höfundur   Moench.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Frankfurt'
     
Höf.   (fyrir 1815) Frakkland.
     
Íslenskt nafn   Frankfurtarrós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   R. turbinata Aiton, Rosa germanica, Rosa rugosa Thunb. v. germanica, Rosa campanulata, Rosa gallica 'Splendens'.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, skjól.
     
Blómlitur   Purpurableikur til djúp-rauðbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   -Allt að 200 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Frankfurtarrós
Vaxtarlag   Uppruni óþekktur. Uppréttur til útbreiddur runni og fremur óregluleg í vextinum. Þetta er mest selda R. francofurtana yrkið oft seld undir nafninu R. gallica splendens á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Það er þó auðséð að hún er ekki R. gallica, þar sem hana vantar öll einkennin, en minnir aftur á móti R. cinnamomea er til dæmis með næstum sléttar greinar. Kröftugur, stór og blómviljugur runni með uppréttar greinar 120-150 sm, en getur orðið allt að 200 sm hár, getur orðið tvöfalt hærri en R. gallica ‘Officinalis’. Blómstrandi greinar eru þyrnalausar eða með fáeina beina eða bogna þyrna og þornhár. Þyrnarnir eru í pörum undir blaðstilkunum, bikarblöðin eru upprétt á fullþroska nýpunum, sem eru perulaga, hvort tveggja einkennir þessa sort best. Axlablöðin breið.
     
Lýsing   Laufin sumargræn, smálauf 5-7, grágræn, breiðegglaga til ± bogadregin, snubbótt, dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði, jaðrar með einfaldar, grófar tennur. Stoðblöðin mjög stór. Blómsætin með kirtilþornhár. Blómin stök eða 2-6 saman, oftast hálffyllt, ilmlaus eða ilmlítil, 5-7 sm í þvermál, krónublöð eru bylgjuð, lauskrýnd (liggja ekki þétt saman). Bikarblöð heilrend eða með fáeina hliðaflipa, hærð og með kirtla á jörðrunum og ytra borði, upprétt eða baksveigð, detta af að blómgun lokinni. Krónublöð purpurableik til djúp-rauðbleik með dekkri æðar. Stílar ekki samvaxnir og ná ekki fram úr blóminu.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 2, Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.hesleberg.no, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Runninn myndar margar, stórar, perulaga-öfugkeilulaga, rauðar nýpur sem þroskast snemma. 'Frankfurt' rósin er líklega blendingur R. majalis og R. gallica. Hún var áður þekkt undir nafninu Rosa turbinate Redouté. Er talin þola dálítinn skugga erlendis og vera nægjusöm. Hæfilegt er að hafa 1 plöntu á m². Sjá ennfremur Rosa ‘Empress Josephine´, sem er betrumbætt yrki af R. ‘Francofurtana’.
     
Reynsla   Til er í Lystigarðinum planta sem kom undir R. gallica 'Splendens' 1990, stór og mikill runni, sem greinilega er Rosa × francofurtana ‘Frankfurt’. Mjög fallegur runni. Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Falleg og kröftug í Reykjavík. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Frankfurtarrós
Frankfurtarrós
Frankfurtarrós
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is