Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Syringa × prestoniae
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   × prestoniae
     
Höfundur   McKelv.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagursýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Rósbleikur-hvítur til djúp lillalitur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   1,5-4m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Grófur, uppréttur runni.
     
Lýsing   Hér er um að ræða hóp af blendingum sem eru forverar margra yrkja. Laufin eru mjög lík laufa dúnsýrenunnar (S. villosa). Blómin eru rósbleik-hvít til djúp lillalit í þéttum, drúpandi klössum.&
     
Heimkynni   Garðablendingar (S. komarowii Schneid. × S. villosa Vahl.) .
     
Jarðvegur   Mjög rakur, en ekki blautur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Runninn hefur mikið mótstöðuafl gegna sjúkdómum og meindýrum
     
Harka   4
     
Heimildir   1, http://mosaid.org
     
Fjölgun   Yrkjunum verður aðeins fjölgað með græðlingum, sumargræðlingum, erfiðara er að nota vetrargræðlinga. Ágræðsla er líka möguleg. Plöntur upp af fræi eru aðeins notaðar sem ágræðslutré/runni.
     
Notkun/nytjar   Stórir runnar sem þurfa gott rými til að ná góðum þroska. Stakir eða í þyrpingum.
     
Reynsla   Ýmis yrki hafa reynst vel bæði norðanlands og sunnan.
     
Yrki og undirteg.   Af yrkjum sem Dr. Isabella Preston valdi til framleiðslu á sínum tíma (voru orðin yfir 100 alls) og þrífast vel hérlendis má nefna 'Coral' sem er líklega besta bleika yrkið, 'Desdemona' fyrir blómgun eru blómin fjólublá, lýsast þegar þau opnast, 'Elinor' ljósfjólurauð að innan en rauðfjólublá að utan og 'Isabella' með ljóslilla blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is