Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sorbus simonkiana
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   simonkiana
     
Höfundur   Kárpáti
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ungverjareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   - 5 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi tré ađ minnsta kosti allt ađ 5 m hátt.
     
Lýsing   Laufin dökkgrćn, ekki samsett, stakstćđ. Laufin öfugegglaga, sagtennt og međ lauflegg. Blómskipunin hálfsveipur, hvít blóm, 5 deild. Aldin rauđ.
     
Heimkynni   Ungverjaland.
     
Jarđvegur   Međalrakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = en,hortipedia.com/wiki/Sorbus_simokaiana
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í blönduđ trjá og runnabeđ.
     
Reynsla   LA 901466 í P2-H07, gróđursett í beđ 1994, kom sem nr. 46 frá Alnarp AgrU 1990. Kól ađeins í byrjun en lítiđ sem ekkert síđari árin.
     
Yrki og undirteg.   Ekki í RHS - ath. betur nafn og finna lýsingu Sorbus simonkaiana Kárpáti Nomencl. ref. Agrártud. Egyet. Kert- Szölögazdaságtud. Karának Évk. 1(14): 38, t. 1950 Rank: Species Status: ACCEPTED
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is