Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sorbus minima
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   minima
     
Höfundur   (Ley) Hedl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hrísreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus minima Ley
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   -3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hrísreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi, þrílitna runni allt að 3 m hár, greinar fáar, fíngerðar.
     
Lýsing   Lauf 4-8 sm, oddbaugótt til egglaga, bogadregin eða fleyglaga við grunninn, grunn-flipótt, tennt, æðastrengir í 7-9 pörum, mattgræn, með litla, gráa lóhæringu á neðra borði. Blómin í litlum, bogadregnum þyrpingum. Aldin 6-8, hálfhnöttótt, skarlatsrauð, smádoppótt. (2n=51).
     
Heimkynni   England, Wales.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning að hausti, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í trjá og runnabeð. Heimkynni: V-Bretland, grýtt land, yfirleitt á kalksteinsbergi.
     
Reynsla   LA 81226 í J6-A03, gróðursett 1991, kom sem nr. 190 frá Uppsala HBU 1979. Dálítið sein til á vorin en kelur lítið sem ekkert. Reyndar aðeins fyrstu árin en síðust 8 árin ekkert. Harðgerð tegund og auðræktuð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is