Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus minima
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   minima
     
Höfundur   (Ley) Hedl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hrísreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus minima Ley
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   -3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hrísreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi, þrílitna runni allt að 3 m hár, greinar fáar, fíngerðar.
     
Lýsing   Lauf 4-8 sm, oddbaugótt til egglaga, bogadregin eða fleyglaga við grunninn, grunn-flipótt, tennt, æðastrengir í 7-9 pörum, mattgræn, með litla, gráa lóhæringu á neðra borði. Blómin í litlum, bogadregnum þyrpingum. Aldin 6-8, hálfhnöttótt, skarlatsrauð, smádoppótt. (2n=51).
     
Heimkynni   England, Wales.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning að hausti, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í trjá og runnabeð. Heimkynni: V-Bretland, grýtt land, yfirleitt á kalksteinsbergi.
     
Reynsla   LA 81226 í J6-A03, gróðursett 1991, kom sem nr. 190 frá Uppsala HBU 1979. Dálítið sein til á vorin en kelur lítið sem ekkert. Reyndar aðeins fyrstu árin en síðust 8 árin ekkert. Harðgerð tegund og auðræktuð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Hrísreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is